Rektor kveðst ekki hafa haft afskipti af máli seðlabankastjóra Fanndís Birna Logadóttir skrifar 15. febrúar 2022 13:01 Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. Vísir/Egill Rektor Háskóla Íslands hafnar því að hann hafi haft bein afskipti á máli seðlabankastjóra, sem er sakaður um ritstuld, og segir málið ekki á sínu borði. Siðanefnd háskólans sagði af sér í síðustu viku en málið er enn á þeirra borði og þarf því að skipa nýja nefnd til að taka málið fyrir. Eftir að Bergsveinn Birgisson, rithöfundur og fræðimaður, sakaði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóra, um ritstuld í desember í fyrra var greint frá því að siðanefnd Háskóla Íslands ætlaði að taka málið fyrir. Siðanefndin taldi sig þá geta tekið málið fyrir þar sem Ásgeir væri í virku ráðningarsambandi við Háskólann, þrátt fyrir að hann hafi verið í langtíma launalausu leyfi frá því að hann tók við sem seðlabankastjóri. Siðanefnd háskólans sagði þó af sér í síðustu viku og vísaði til þess að Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, væri á öndverðum meiði um ráðningarsamband Ásgeirs. Fyrrverandi formaður nefndarinnar vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa leitaði til hans í dag. Málið ekki á borði rektors „Ég fékk fyrirspurn frá starfsmanni í launalausu leyfi og spurði hvort hann væri í virku ráðningarsambandi við Háskóla Íslands og ég svaraði því á rökstuddan hátt, að hann væri ekki í virku ráðningarsambandi,“ segir Jón Atli. Hann lýsir því sem svo að á meðan að launalausu leyfi stendur sé ráðningarsambandið í dvala. „Þess vegna er mjög mikilvægt þegar starfsmaður leitar til mín, þó svo að hann sé í launalausu leyfi, að ég geti svarað þessu á fullnægjandi hátt vegna þess að hún hefur áhrif á hans réttarstöðu, og annarra sem eru í launalausu leyfi. Svo þetta þarf að vera á hreinu,“ segir Jón Atli. Morgunblaðið greinir frá því í dag að í yfirlýsingu siðarnefndarinnar komi fram að trúnaðarbrestur hafi orðið milli þeirra og rektors, auk þess sem rektor hafi lýst eigin skoðun á málinu. Þessu hafnar Jón Atli. „Ég bara svaraði þessari fyrirspurn og efnislega hafði ég engin afskipti af málinu. En nefndin fékk mitt svar,“ útskýrir hann. Þrátt fyrir að siðanefnd hafi sagt af sér er málið enn á þeirra borði. „Málið er enn á borði siðanefndar og það þarf þá að skipa nýja nefnd og við þurfum þá að fara í það, en málið er ekki á mínu borði,“ segir Jón Atli. Segir árásir Bergsveins tilhæfulausar Í aðsendri grein á Vísi í dag svarar seðlabankastjóri ásökunum Bergsveins en Bergsveinn telur að Ásgeir hafi notað efni úr bók hans Leitin að Svarta víkingnum við skrif bókarinnar Eyjan hans Ingólfs. Ásgeir hafnar ásökunum Bergsveins alfarið. „Lokaniðurstaða mín er því sú að mér er til efs að viðlíka dæmi séu til í sögu íslenskrar bókaútgáfu um jafn alvarlegar ásakanir byggðar á jafn hroðvirknislegri heimildavinnu og finna má í ritgerðinni „Stolið og rangfært“ eftir Bergsvein Birgisson,“ skrifar Ásgeir í greininni og vísar þar til greinar Bergsveins sem birtist á Vísi í desember. Ásgeir segir framgöngu Bergsveisn í málinu einnig hafa verið ósæmilega og óboðlega þar sem árásir Bergsveins á mannorð hans hafi verið tilhæfulausar. Með ásökununum hafi hann verið dreginn inn í „opinberan farsa.“ Greinagerð Ásgeirs sem nú birtist er sú hin sama og hann hafði áður sent siðanefndinni sem málsvörn. Í henni segir Ásgeir jafnframt að ummæli Bergsveins verði ekki skilin með öðrum hætti en þeim „að hann telji að þessi meinti stuldur varði embættismissi – sem mig grunar að hafi verið hið raunverulega augnamið þessarar ritgerðar.“ Bergsveinn Birgisson sakar Ásgeir Jónsson um ritstuld Háskólar Bókmenntir Höfundarréttur Tengdar fréttir Bergsveinn telur fulla ástæðu til að vantreysta siðanefnd Háskóla Íslands Siðanefnd Háskóla Íslands hefur tekið afstöðu til erindis Bergsveins Birgissonar rithöfundar og fræðimanns en hann fór fram á að Skúli Skúlason víki úr nefndinni við meðferð kæru hans á hendur Ásgeir Jónssyni seðlabankastjóra. 31. janúar 2022 13:08 Prófessor emeritus telur ásakanir Bergsveins hæpnar Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hefur leitað til Helga Þorlákssonar sagnfræðings vegna máls sem snýr að ásökunum Bergsveins Birgissonar sagnfræðings og rithöfundar um ritstuld. 6. janúar 2022 14:36 Siðanefnd fjallar um meintan ritstuld seðlabankastjóra Siðanefnd Háskóla Íslands mun taka fyrir meintan ritstuld Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra, sem Bergsveinn Birgisson hefur sakað hann um. 13. desember 2021 19:40 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Eftir að Bergsveinn Birgisson, rithöfundur og fræðimaður, sakaði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóra, um ritstuld í desember í fyrra var greint frá því að siðanefnd Háskóla Íslands ætlaði að taka málið fyrir. Siðanefndin taldi sig þá geta tekið málið fyrir þar sem Ásgeir væri í virku ráðningarsambandi við Háskólann, þrátt fyrir að hann hafi verið í langtíma launalausu leyfi frá því að hann tók við sem seðlabankastjóri. Siðanefnd háskólans sagði þó af sér í síðustu viku og vísaði til þess að Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, væri á öndverðum meiði um ráðningarsamband Ásgeirs. Fyrrverandi formaður nefndarinnar vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa leitaði til hans í dag. Málið ekki á borði rektors „Ég fékk fyrirspurn frá starfsmanni í launalausu leyfi og spurði hvort hann væri í virku ráðningarsambandi við Háskóla Íslands og ég svaraði því á rökstuddan hátt, að hann væri ekki í virku ráðningarsambandi,“ segir Jón Atli. Hann lýsir því sem svo að á meðan að launalausu leyfi stendur sé ráðningarsambandið í dvala. „Þess vegna er mjög mikilvægt þegar starfsmaður leitar til mín, þó svo að hann sé í launalausu leyfi, að ég geti svarað þessu á fullnægjandi hátt vegna þess að hún hefur áhrif á hans réttarstöðu, og annarra sem eru í launalausu leyfi. Svo þetta þarf að vera á hreinu,“ segir Jón Atli. Morgunblaðið greinir frá því í dag að í yfirlýsingu siðarnefndarinnar komi fram að trúnaðarbrestur hafi orðið milli þeirra og rektors, auk þess sem rektor hafi lýst eigin skoðun á málinu. Þessu hafnar Jón Atli. „Ég bara svaraði þessari fyrirspurn og efnislega hafði ég engin afskipti af málinu. En nefndin fékk mitt svar,“ útskýrir hann. Þrátt fyrir að siðanefnd hafi sagt af sér er málið enn á þeirra borði. „Málið er enn á borði siðanefndar og það þarf þá að skipa nýja nefnd og við þurfum þá að fara í það, en málið er ekki á mínu borði,“ segir Jón Atli. Segir árásir Bergsveins tilhæfulausar Í aðsendri grein á Vísi í dag svarar seðlabankastjóri ásökunum Bergsveins en Bergsveinn telur að Ásgeir hafi notað efni úr bók hans Leitin að Svarta víkingnum við skrif bókarinnar Eyjan hans Ingólfs. Ásgeir hafnar ásökunum Bergsveins alfarið. „Lokaniðurstaða mín er því sú að mér er til efs að viðlíka dæmi séu til í sögu íslenskrar bókaútgáfu um jafn alvarlegar ásakanir byggðar á jafn hroðvirknislegri heimildavinnu og finna má í ritgerðinni „Stolið og rangfært“ eftir Bergsvein Birgisson,“ skrifar Ásgeir í greininni og vísar þar til greinar Bergsveins sem birtist á Vísi í desember. Ásgeir segir framgöngu Bergsveisn í málinu einnig hafa verið ósæmilega og óboðlega þar sem árásir Bergsveins á mannorð hans hafi verið tilhæfulausar. Með ásökununum hafi hann verið dreginn inn í „opinberan farsa.“ Greinagerð Ásgeirs sem nú birtist er sú hin sama og hann hafði áður sent siðanefndinni sem málsvörn. Í henni segir Ásgeir jafnframt að ummæli Bergsveins verði ekki skilin með öðrum hætti en þeim „að hann telji að þessi meinti stuldur varði embættismissi – sem mig grunar að hafi verið hið raunverulega augnamið þessarar ritgerðar.“
Bergsveinn Birgisson sakar Ásgeir Jónsson um ritstuld Háskólar Bókmenntir Höfundarréttur Tengdar fréttir Bergsveinn telur fulla ástæðu til að vantreysta siðanefnd Háskóla Íslands Siðanefnd Háskóla Íslands hefur tekið afstöðu til erindis Bergsveins Birgissonar rithöfundar og fræðimanns en hann fór fram á að Skúli Skúlason víki úr nefndinni við meðferð kæru hans á hendur Ásgeir Jónssyni seðlabankastjóra. 31. janúar 2022 13:08 Prófessor emeritus telur ásakanir Bergsveins hæpnar Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hefur leitað til Helga Þorlákssonar sagnfræðings vegna máls sem snýr að ásökunum Bergsveins Birgissonar sagnfræðings og rithöfundar um ritstuld. 6. janúar 2022 14:36 Siðanefnd fjallar um meintan ritstuld seðlabankastjóra Siðanefnd Háskóla Íslands mun taka fyrir meintan ritstuld Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra, sem Bergsveinn Birgisson hefur sakað hann um. 13. desember 2021 19:40 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Bergsveinn telur fulla ástæðu til að vantreysta siðanefnd Háskóla Íslands Siðanefnd Háskóla Íslands hefur tekið afstöðu til erindis Bergsveins Birgissonar rithöfundar og fræðimanns en hann fór fram á að Skúli Skúlason víki úr nefndinni við meðferð kæru hans á hendur Ásgeir Jónssyni seðlabankastjóra. 31. janúar 2022 13:08
Prófessor emeritus telur ásakanir Bergsveins hæpnar Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hefur leitað til Helga Þorlákssonar sagnfræðings vegna máls sem snýr að ásökunum Bergsveins Birgissonar sagnfræðings og rithöfundar um ritstuld. 6. janúar 2022 14:36
Siðanefnd fjallar um meintan ritstuld seðlabankastjóra Siðanefnd Háskóla Íslands mun taka fyrir meintan ritstuld Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra, sem Bergsveinn Birgisson hefur sakað hann um. 13. desember 2021 19:40