Gætu þurft að kalla starfsfólk úr einangrun svo spítalinn geti starfað Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 14. febrúar 2022 17:47 Hildi segist ekki lítast vel á hugmyndina um að kalla smitað starfsfólk til vinnu. En það gæti þó vel verið að það verði að gera. Vísir/Egill Til skoðunar er að stytta eða hreinlega aflétta einangrun heilbrigðisstarfsfólks á næstunni til að leysa mönnunarvanda. Rúmlega þrjú hundruð starfsmenn eru frá vinnu á spítalanum vegna þess að þeir eru í einangrun. Smituðu starfsfólki á spítalanum fjölgaði mjög um helgina. Það þarf að sæta lengri einangrun en aðrir og nú eru þeir 302 talsins sem komast ekki í vinnu vegna Covid. „Við erum enn þá með sjö daga einangrun. Starfsfólk er heima í sjö daga vegna þess að einangrunin er í sjálfu sér fimm dagar plús tveir dagar í smitgát, þar sem fólki er uppálagt að fara mjög varlega, umgangast ekki viðkvæma hópa og svo framvegis,“ segir Hildur Helgadóttir, verkefnastjóri farsóttanefndar Landspítala. Spítalinn skoðar nú hvort hann neyðist til að fá þá sem eiga að vera heima í smitgát eftir einangrun til starfa og stytta þannig þann tíma sem þeir eru frá vinnu úr sjö dögum í fimm. „Nú svo er auðvitað alltaf verið að tala utan í þetta að aflétta einangrun og að smitað fólk geti komið til vinnu. Við erum ekkert hrifin af því en við verðum auðvitað að gera allt sem í okkar valdi stendur til að halda úti þjónustunni,“ segir Hildur. Ef eina leiðin til þess sé sú að fá einkennalaust en smitað starfsfólk til vinnu geti vel verið að það verði gert. Viðkvæmir hópar enn í hættu Þeir verði þó ólíklega látnir vinna í kring um viðkvæmustu hópana á spítalanum, sem eru í mestri hættu ef þeir vekjast af Covid. Hildur útilokar þó ekkert enda verði að tryggja það að allar deildir geti starfað áfram. Fjórir hafa látist með Covid hér á landi það sem af er febrúarmánuði. Karlmaðurinn sem lést fyrir helgi var í áhættuhópi en var lagður inn á gjörgæslu vegna Covid. Hann var á þrítugsaldri og sá yngsti á landinu sem hefur látist af völdum Covid-19. Hildur segir það ekki mega gleymast í umræðunni hve hættulegt Covid getur verið fyrir þá sem eru í áhættuhópum. „Covid er veirusýking sem gerir ekkert betra. Hún gerir hlutina bara verri. Og það getur auðvitað steypt fólki sem er mjög viðkvæmt fyrir, til dæmis með alvarlega lungnasjúkdóma eða hvað það nú er, í miklu miklu verra ástandi en ella hefði verið. Þannig það er auðvitað það sem við erum hrædd við,“ segir hún. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Fleiri fréttir Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Sjá meira
Smituðu starfsfólki á spítalanum fjölgaði mjög um helgina. Það þarf að sæta lengri einangrun en aðrir og nú eru þeir 302 talsins sem komast ekki í vinnu vegna Covid. „Við erum enn þá með sjö daga einangrun. Starfsfólk er heima í sjö daga vegna þess að einangrunin er í sjálfu sér fimm dagar plús tveir dagar í smitgát, þar sem fólki er uppálagt að fara mjög varlega, umgangast ekki viðkvæma hópa og svo framvegis,“ segir Hildur Helgadóttir, verkefnastjóri farsóttanefndar Landspítala. Spítalinn skoðar nú hvort hann neyðist til að fá þá sem eiga að vera heima í smitgát eftir einangrun til starfa og stytta þannig þann tíma sem þeir eru frá vinnu úr sjö dögum í fimm. „Nú svo er auðvitað alltaf verið að tala utan í þetta að aflétta einangrun og að smitað fólk geti komið til vinnu. Við erum ekkert hrifin af því en við verðum auðvitað að gera allt sem í okkar valdi stendur til að halda úti þjónustunni,“ segir Hildur. Ef eina leiðin til þess sé sú að fá einkennalaust en smitað starfsfólk til vinnu geti vel verið að það verði gert. Viðkvæmir hópar enn í hættu Þeir verði þó ólíklega látnir vinna í kring um viðkvæmustu hópana á spítalanum, sem eru í mestri hættu ef þeir vekjast af Covid. Hildur útilokar þó ekkert enda verði að tryggja það að allar deildir geti starfað áfram. Fjórir hafa látist með Covid hér á landi það sem af er febrúarmánuði. Karlmaðurinn sem lést fyrir helgi var í áhættuhópi en var lagður inn á gjörgæslu vegna Covid. Hann var á þrítugsaldri og sá yngsti á landinu sem hefur látist af völdum Covid-19. Hildur segir það ekki mega gleymast í umræðunni hve hættulegt Covid getur verið fyrir þá sem eru í áhættuhópum. „Covid er veirusýking sem gerir ekkert betra. Hún gerir hlutina bara verri. Og það getur auðvitað steypt fólki sem er mjög viðkvæmt fyrir, til dæmis með alvarlega lungnasjúkdóma eða hvað það nú er, í miklu miklu verra ástandi en ella hefði verið. Þannig það er auðvitað það sem við erum hrædd við,“ segir hún.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Fleiri fréttir Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Sjá meira