Skotvopnið þrívíddarprentuð byssa Snorri Másson skrifar 14. febrúar 2022 12:02 Einn var fluttur á sjúkrahús eftir að hann var skotinn í brjóstið. Hann er ekki í bráðri hættu en gekkst undir aðgerð. Fleiri skotum var hleypt af en hæfðu fórnarlambið. Aðsend mynd Vopnið sem skotið var úr í bílastæðahúsi í miðbænum aðfaranótt sunnudags var samkvæmt heimildum fréttastofu þrívíddarprentuð byssa. Talið er að málið sé uppgjör á milli einstaklinga frekar en að það tengist skipulagðri brotastarfsemi. Tveir tvítugir karlar hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki viljað veita nákvæmar upplýsingar um skotvopnið í árásinni en sjónarvottur lýsti því þannig að að þetta hafi litið út eins og til dæmis MP5 vélbyssa. Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn staðfestir aðeins að skotvopnið sé ekki löglegt á Íslandi. „Þetta er ekki hríðskotabyssa. En útlitið getur blekkt fólk, ég get ekki farið nánar út í það hvers konar skotvopn er um að ræða á þessu stigi,“ sagði Margeir. Öruggar heimildir fréttastofu herma hins vegar að um sé að ræða þrívíddarprentaða byssu - en slíkt er ólöglegt hér á landi og raunar víða um heim. Það er ekki þar með sagt að vopnið sé prentað hér á landi; því getur verið smyglað inn. Þrívíddarprentuð vopn geta sýnst öflugri en þau eru. Stærri vopn geta þannig haft virkni minni skammbyssa. Í umfjöllun Vice hér að neðan má sjá hve langt þessi tækni er komin vestanhafs. Rannsókn málsins miðar að sögn lögreglu vel. Tveir verða áfram í gæsluvarðhaldi en upphaflega voru þrír handteknir, allir um tvítugt. Á meðal þess sem er til skoðunar er hvort málið tengist skipulagðri glæpastarfsemi. „Þetta er á meðal þess sem við skoðum en fljótt á litið sýnist okkur það ekki vera, klárlega ekki. Þetta sé bara á milli einstaklinga sem þarna er um að ræða,“ segir Margeir. Tugur lögreglumanna vopnaðist - ráðherra skoðar rafbyssur Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn lýsti því í samtali við fréttastofu í gær að um tugur almennra lögregluþjóna hafi vopnast við aðgerðirnar um helgina. „Það er heimild yfirmanns sem heimilar vopnun og þá er sendur kóði til að opna vopnakistur í bílum. Þetta getur gerst bara á nokkrum mínútum og gekk mjög vel í nótt, eins og líka á fimmtudaginn,“ sagði Grímur. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur lýst áhyggjum af þróuninni og ræddi það í Bítinu á Bylgjunni í morgun að vopna lögregluna hugsanlega með rafbyssum. Í því efni vísaði hann til nýlegrar norskrar skýrslu, sem hann hyggist kynna fyrir Íslendingum. „Þetta sé í raun og veru góð ráðstöfun gagnvart öllum, þ.e. að oft sé hægt að beita þessu í stað þess að beita því sem við köllum skotvopn. Reynslan af þessu sé mjög góð hjá þeim lögregluyfirvöldum sem hafa þessar heimildir og Norðmenn eru í þessari vegferð núna, að heimila þetta,“ segir Jón. Reykjavík Lögreglumál Skotárás við Bergstaðastræti Skotvopn Tengdar fréttir Tvítugur árásarmaður þekkti fórnarlambið sem hann skaut í brjóstið Um tugur lögregluþjóna vopnaðist þegar þrír ungir menn voru teknir höndum í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Einn þeirra hafði skotið mann í brjóstið og lögreglan rannsakar nú hvort málið tengist annarri skotárás sem framin var á fimmtudaginn í síðustu viku. 13. febrúar 2022 19:10 Frásögn sjónarvotts: Íslendingur hleypti af fimm eða sex skotum með vélbyssu Íslenskur karlmaður hleypti af fimm eða sex skotum með vélbyssu nærri bílastæðahúsi við Bergstaðastræti laust fyrir klukkan eitt í nótt. Hann hæfði annan karlmann sem var fluttur særður á sjúkrahús. Sá er úr bráðri lífshættu. Þetta er önnur skotárásin í Reykjavík í vikunni. 13. febrúar 2022 11:29 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki viljað veita nákvæmar upplýsingar um skotvopnið í árásinni en sjónarvottur lýsti því þannig að að þetta hafi litið út eins og til dæmis MP5 vélbyssa. Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn staðfestir aðeins að skotvopnið sé ekki löglegt á Íslandi. „Þetta er ekki hríðskotabyssa. En útlitið getur blekkt fólk, ég get ekki farið nánar út í það hvers konar skotvopn er um að ræða á þessu stigi,“ sagði Margeir. Öruggar heimildir fréttastofu herma hins vegar að um sé að ræða þrívíddarprentaða byssu - en slíkt er ólöglegt hér á landi og raunar víða um heim. Það er ekki þar með sagt að vopnið sé prentað hér á landi; því getur verið smyglað inn. Þrívíddarprentuð vopn geta sýnst öflugri en þau eru. Stærri vopn geta þannig haft virkni minni skammbyssa. Í umfjöllun Vice hér að neðan má sjá hve langt þessi tækni er komin vestanhafs. Rannsókn málsins miðar að sögn lögreglu vel. Tveir verða áfram í gæsluvarðhaldi en upphaflega voru þrír handteknir, allir um tvítugt. Á meðal þess sem er til skoðunar er hvort málið tengist skipulagðri glæpastarfsemi. „Þetta er á meðal þess sem við skoðum en fljótt á litið sýnist okkur það ekki vera, klárlega ekki. Þetta sé bara á milli einstaklinga sem þarna er um að ræða,“ segir Margeir. Tugur lögreglumanna vopnaðist - ráðherra skoðar rafbyssur Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn lýsti því í samtali við fréttastofu í gær að um tugur almennra lögregluþjóna hafi vopnast við aðgerðirnar um helgina. „Það er heimild yfirmanns sem heimilar vopnun og þá er sendur kóði til að opna vopnakistur í bílum. Þetta getur gerst bara á nokkrum mínútum og gekk mjög vel í nótt, eins og líka á fimmtudaginn,“ sagði Grímur. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur lýst áhyggjum af þróuninni og ræddi það í Bítinu á Bylgjunni í morgun að vopna lögregluna hugsanlega með rafbyssum. Í því efni vísaði hann til nýlegrar norskrar skýrslu, sem hann hyggist kynna fyrir Íslendingum. „Þetta sé í raun og veru góð ráðstöfun gagnvart öllum, þ.e. að oft sé hægt að beita þessu í stað þess að beita því sem við köllum skotvopn. Reynslan af þessu sé mjög góð hjá þeim lögregluyfirvöldum sem hafa þessar heimildir og Norðmenn eru í þessari vegferð núna, að heimila þetta,“ segir Jón.
Reykjavík Lögreglumál Skotárás við Bergstaðastræti Skotvopn Tengdar fréttir Tvítugur árásarmaður þekkti fórnarlambið sem hann skaut í brjóstið Um tugur lögregluþjóna vopnaðist þegar þrír ungir menn voru teknir höndum í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Einn þeirra hafði skotið mann í brjóstið og lögreglan rannsakar nú hvort málið tengist annarri skotárás sem framin var á fimmtudaginn í síðustu viku. 13. febrúar 2022 19:10 Frásögn sjónarvotts: Íslendingur hleypti af fimm eða sex skotum með vélbyssu Íslenskur karlmaður hleypti af fimm eða sex skotum með vélbyssu nærri bílastæðahúsi við Bergstaðastræti laust fyrir klukkan eitt í nótt. Hann hæfði annan karlmann sem var fluttur særður á sjúkrahús. Sá er úr bráðri lífshættu. Þetta er önnur skotárásin í Reykjavík í vikunni. 13. febrúar 2022 11:29 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði Sjá meira
Tvítugur árásarmaður þekkti fórnarlambið sem hann skaut í brjóstið Um tugur lögregluþjóna vopnaðist þegar þrír ungir menn voru teknir höndum í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Einn þeirra hafði skotið mann í brjóstið og lögreglan rannsakar nú hvort málið tengist annarri skotárás sem framin var á fimmtudaginn í síðustu viku. 13. febrúar 2022 19:10
Frásögn sjónarvotts: Íslendingur hleypti af fimm eða sex skotum með vélbyssu Íslenskur karlmaður hleypti af fimm eða sex skotum með vélbyssu nærri bílastæðahúsi við Bergstaðastræti laust fyrir klukkan eitt í nótt. Hann hæfði annan karlmann sem var fluttur særður á sjúkrahús. Sá er úr bráðri lífshættu. Þetta er önnur skotárásin í Reykjavík í vikunni. 13. febrúar 2022 11:29