„Meiri harka í þessum glæpaheimi” Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. febrúar 2022 13:37 Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur. Vísir/Vilhelm Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir að útlit sé fyrir að aukin harka sé að færast í undirheimana. Þróunin sé óhugnanleg og að mikilvægt sé að brugðist verði við. Hins vegar sé staðan ekki orðin þannig að fólk þurfi að óttast um öryggi sitt. „Það lítur út fyrir að aðferðirnar hjá þeim sem stunda afbrot eða eru í þessum svokölluðu undirheimum séu að breytast. Ég held að þetta sé ekki endilega spurning um fleiri skotvopn, vegna þess að byssueign á Íslandi hefur almennt verið mjög mikil og ekkert minni en í öðrum löndum. En ætli þetta sýni okkur ekki það að það er meiri harka í þessum glæpaheimi,” segir Margrét. Líkt og greint var frá í morgun eru þrír í haldi lögreglu vegna gruns um að hafa skotið úr vélbyssu í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Einn varð fyrir skoti en hann er ekki í bráðri lífshættu, að sögn lögreglu. Þá var önnur skotárás í Grafarholti á fimmtudag. Kona og karl særðust í árásinni og tveir menn eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Slétt ár er í dag síðan karlmaður var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði og í ágúst í fyrra var vopnaður maður skotinn af lögreglu á Egilsstöðum. Enn fremur hefur ítrekað verið skotið á hús í Kópavogi í ár og á síðasta ári var meðal annars skotið á bíl borgarstjóra, á skrifstofur stjórnmálaflokka og á mann við kaffistofu Samhjálpar, svo dæmi séu tekin. „Ég fer alltaf mjög varlega í að draga ályktanir þegar það koma upp einstök dæmi sem vekja mikla athygli – en nú eru þessi einstöku dæmi orðin ansi mörg,” segir Margrét. „Við þurfum að fara að skoða þetta mjög alvarlega held ég. Af því að hér er um einhverja breytingu að ræða sem gæti mögulega verið hættuleg breyting. Lögregla, í samstarfi við aðra, þarf að leggjast yfir þetta og sjá hvað er í gangi. Hvernig hægt erað draga úr þessari þróun – ef um einhverja raunverulega þróun er að ræða – og hvað við getum gert.” Skotárásir hafa verið mjög tíðar víða um heim, til dæmis í Svíþjóð síðustu ár. Margrét segir að staðan hér sé langt frá því að vera jafn slæm og þar en engu að síður þurfi að vera vakandi fyrir þessum málum. Þá sé staðan ekki orðin þannig að almennir borgarar þurfi að óttast um öryggi sitt. „Þessar skotárásir sem hafa verið að koma upp beinast gegn öðru fólki sem er líka í þessum glæpaheimi. Auðvitað er þetta samt óhugnanlegt, eins og það sem gerðist í nótt, og það er skiljanlegt að fólk óttist.” Lögreglumál Reykjavík Skotvopn Skotárás við Bergstaðastræti Skotárás í Grafarholti Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Sjá meira
„Það lítur út fyrir að aðferðirnar hjá þeim sem stunda afbrot eða eru í þessum svokölluðu undirheimum séu að breytast. Ég held að þetta sé ekki endilega spurning um fleiri skotvopn, vegna þess að byssueign á Íslandi hefur almennt verið mjög mikil og ekkert minni en í öðrum löndum. En ætli þetta sýni okkur ekki það að það er meiri harka í þessum glæpaheimi,” segir Margrét. Líkt og greint var frá í morgun eru þrír í haldi lögreglu vegna gruns um að hafa skotið úr vélbyssu í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Einn varð fyrir skoti en hann er ekki í bráðri lífshættu, að sögn lögreglu. Þá var önnur skotárás í Grafarholti á fimmtudag. Kona og karl særðust í árásinni og tveir menn eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Slétt ár er í dag síðan karlmaður var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði og í ágúst í fyrra var vopnaður maður skotinn af lögreglu á Egilsstöðum. Enn fremur hefur ítrekað verið skotið á hús í Kópavogi í ár og á síðasta ári var meðal annars skotið á bíl borgarstjóra, á skrifstofur stjórnmálaflokka og á mann við kaffistofu Samhjálpar, svo dæmi séu tekin. „Ég fer alltaf mjög varlega í að draga ályktanir þegar það koma upp einstök dæmi sem vekja mikla athygli – en nú eru þessi einstöku dæmi orðin ansi mörg,” segir Margrét. „Við þurfum að fara að skoða þetta mjög alvarlega held ég. Af því að hér er um einhverja breytingu að ræða sem gæti mögulega verið hættuleg breyting. Lögregla, í samstarfi við aðra, þarf að leggjast yfir þetta og sjá hvað er í gangi. Hvernig hægt erað draga úr þessari þróun – ef um einhverja raunverulega þróun er að ræða – og hvað við getum gert.” Skotárásir hafa verið mjög tíðar víða um heim, til dæmis í Svíþjóð síðustu ár. Margrét segir að staðan hér sé langt frá því að vera jafn slæm og þar en engu að síður þurfi að vera vakandi fyrir þessum málum. Þá sé staðan ekki orðin þannig að almennir borgarar þurfi að óttast um öryggi sitt. „Þessar skotárásir sem hafa verið að koma upp beinast gegn öðru fólki sem er líka í þessum glæpaheimi. Auðvitað er þetta samt óhugnanlegt, eins og það sem gerðist í nótt, og það er skiljanlegt að fólk óttist.”
Lögreglumál Reykjavík Skotvopn Skotárás við Bergstaðastræti Skotárás í Grafarholti Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Sjá meira