Lífið

Fór í leit að snípum en rakst á mjög ó­væntan titt­ling

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Dvergsnípa á góðri stundu.
Dvergsnípa á góðri stundu. Volodymyr Kucherenko/Getty

Fuglaskoðari á vegum Fuglaathugunarstöðvar Suðausturlands fór í gær að horfa eftir snípum á milli Dynjanda og Horns í Nesjum. Hann fékk þó meira fyrir peninginn en hann hafði gert ráð fyrir.

„Tveir hrossagaukar og dvergsnípa fundust, einnig sendlingur og mjög óvæntur þúfutittlingur,“ segir í færslu á Facebook-síðu Fuglaathugunarstöðvarinnar.

Þá segir að þegar snjór sé yfir og skurðir lokaðir sé gaman að leita að snípum, þar sem þær finnist oft þar sem einhver ylur er, eða í kaldavemslum.

Hér að neðan má sjá færslu Fuglaathugunarstöðvarinnar, sem inniheldur myndir af þeim fuglum sem á vegi skoðarans urðu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×