Boðaði vetrarríki þegar veðrið snarversnaði í beinni Snorri Másson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 7. febrúar 2022 21:45 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að von sé á snjókomu um land allt á næstu dögum. Stöð 2 Ekkert lát er á vonskuveðri en gular viðvaranir tóku gildi á suðvestur og vesturhorni landsins fyrr í dag. Veðurfræðingur boðar vetrarríki og segir ráðlegt að hafa snjóskófluna reiðubúna til taks næstu daga. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að landsmenn muni finna vel fyrir lægðinni næsta sólarhringin. Rauð viðvörun var í gildi á höfuðborgarsvæðinu í gær og nú taki gul við. Hann segir að veðrið verði þó líklega ekki verra en það var í gærnótt og í morgun. Einar segir að vindáttin hafi breyst töluvert síðan í gærkvöldi og nú sé von á suðvestanátt. Veðurfræðingar gera ráð fyrir því að veðrið verði áfram nokkuð slæmt fram eftir nóttu. „Það eru nokkur atriði sem þarf að hafa í huga: Þessu fylgir hríðarbakki og það verður staðbundin ófærð. Það er selta sem fylgir þessu og það gæti valdið truflunum á raforkukerfinu hérna suðvestanlands. Og svo í þriðja lagi þá er ansi mikil ölduhæð úti fyrir Reykjanesi,“ segir Einar. Hann bætir við að ölduhæð hafi náð þrettán metrum á Garðskagadufli fyrr í kvöld sem sé töluvert meira en spár gerðu ráð fyrir. Hellisheiðin sé enn lokuð og gera megi ráð fyrir frekari lokunum á vegum. Verður snjórinn til trafala á næstu viku? „Langtímaveðurútlitið næstu vikuna og rúmlega það býður bara upp á það að það bæti í snjóinn eiginlega um mestallt land. Það gerist ekki jafnt og þétt heldur hægt og rólega en það er vetrarríki hér næstu vikuna og jafnvel lengur,“ segir Einar. Þurfum við að vera dugleg að moka? „Alla vega hita vel upp snjóskófluna, það getur vel verið að hennar verði þörf á næstu dögum og vikum,“ segir Einar Jónsson veðurfræðingur. Veður Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að landsmenn muni finna vel fyrir lægðinni næsta sólarhringin. Rauð viðvörun var í gildi á höfuðborgarsvæðinu í gær og nú taki gul við. Hann segir að veðrið verði þó líklega ekki verra en það var í gærnótt og í morgun. Einar segir að vindáttin hafi breyst töluvert síðan í gærkvöldi og nú sé von á suðvestanátt. Veðurfræðingar gera ráð fyrir því að veðrið verði áfram nokkuð slæmt fram eftir nóttu. „Það eru nokkur atriði sem þarf að hafa í huga: Þessu fylgir hríðarbakki og það verður staðbundin ófærð. Það er selta sem fylgir þessu og það gæti valdið truflunum á raforkukerfinu hérna suðvestanlands. Og svo í þriðja lagi þá er ansi mikil ölduhæð úti fyrir Reykjanesi,“ segir Einar. Hann bætir við að ölduhæð hafi náð þrettán metrum á Garðskagadufli fyrr í kvöld sem sé töluvert meira en spár gerðu ráð fyrir. Hellisheiðin sé enn lokuð og gera megi ráð fyrir frekari lokunum á vegum. Verður snjórinn til trafala á næstu viku? „Langtímaveðurútlitið næstu vikuna og rúmlega það býður bara upp á það að það bæti í snjóinn eiginlega um mestallt land. Það gerist ekki jafnt og þétt heldur hægt og rólega en það er vetrarríki hér næstu vikuna og jafnvel lengur,“ segir Einar. Þurfum við að vera dugleg að moka? „Alla vega hita vel upp snjóskófluna, það getur vel verið að hennar verði þörf á næstu dögum og vikum,“ segir Einar Jónsson veðurfræðingur.
Veður Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira