Innlent

Sást til flug­vélarinnar á mynd­bands­upp­tökum

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á hjá Lögreglunni á Suðurlandi segir myndbandsupptörkunar mikilvægar fyrir rannsókn málsins.
Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á hjá Lögreglunni á Suðurlandi segir myndbandsupptörkunar mikilvægar fyrir rannsókn málsins. Vísir/Arnar

Lögreglan á Suðurlandi hefur til rannsóknar myndbandsupptökur sem sýna flugvélina TF-ABB, sem fórst í Þingvallavatni á fimmtudag, fljúga yfir vatnið. 

Mbl.is greindi fyrst frá. Lögreglan óskaði eftir því fyrr í vikunni að sumarbústaðareigendur við sunnanvert Þingvallavatn skoðuðu upptökur úr eftirlitsmyndavélum við sumarbústaði sína milli 12-14 síðastliðinn fimmtudag. 

Í frétt mbl um málið segir að sést hafi til vélarinnar fyrir klukkan 12 og mun vélin því hafa farist á tólfta tímanum. Þá segir enn fremur að útlit hafi verið fyrir að flugvélin hafi annaðhvort verið að koma inn til snertilendingar eða til að lenda á vatninu.

Oddur Árnason yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurlandi staðfestir í samtali við fréttastofu Vísis að myndbandsupptökur séu til skoðunar. Hann segir að sést hafi til vélarinnar á fleiri en einni upptöku og þær séu mikilvægar fyrir rannsókn málsins. Ekki verði veittar nánari upplýsingar um rannsókn málsins að svo stöddu.


Tengdar fréttir

Flak flug­­vélarinnar mjög heil­­legt á botni vatnsins

Flak flug­vélarinnar TF-ABB, sem fannst á botni Þing­valla­vatns á föstudag, er mjög heil­legt. Allt bendir til að flug­vélin hafi hafnað á Þing­valla­vatni áður en hún sökk og þeir fjórir sem voru um borð í henni hafi komist út úr henni af sjálf­sdáðum eftir að hún endaði á vatninu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×