Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Heimir Már Pétursson skrifar
Sindri Sindrason verður með ykkur í fréttatíma kvöldsins.
Sindri Sindrason verður með ykkur í fréttatíma kvöldsins.

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 förum við ítarlega yfir atburði dagsins í leitinni að flugmanni og þremur farþegum TF-ABB sem fórst á fimmtudag. Belgískir fjölmiðlar hafa staðfest að einn þeirra sem fórst sé rúmlega þrítugur áhrifavaldur og hefur hans verið minnst á Instagram reikningi hans í dag.

Við greinum frá aðgerðum vegna ofsaveðurs sem gengur yfir landið frá því seint í kvöld og nótt. Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við alla lögreglustjóra landsins lýst yfir hættuástandi um allt land frá miðnætti vegna veðursins.

Mannfjöldaspár gera ráð fyrir að erlendum ríkisborgurum á Íslandi fjölgi um tæp þrjátíu þúsund á næstu fimm árum. Íslendingar eru hættir að fjölga sér og anna ekki eftirspurn atvinnulífsins eftir starfsfólki á öllum sviðum samfélagsins.

Þetta og fleira á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×