Veðurvaktin á Vísi: Byrjað að lægja víðast hvar eftir næturveðrið Hólmfríður Gísladóttir, Kolbeinn Tumi Daðason og Eiður Þór Árnason skrifa 6. febrúar 2022 14:45 Mikill vatnselgur er á Sæbraut. vísir/vilhelm Fárviðrið sem nú gengur yfir landið á að fara að slota á höfuðborgarsvæðinu og Suðvesturlandi en rauð viðvörun sem gefin var út fyrir svæðið í gær er í gildi til klukkan átta. Færð á höfuðborgarsvæðinu er betri en menn höfðu leyft sér að vona. „Það snjóaði ekki eins mikið á höfuðborgarsvæðinu í nótt eins og búist var við þar sem hiti var nokkuð yfir frostmarki. Þess vegna eru flestar stofnæðar og tengibrautir færar og einnig fjölmargar íbúðagötur. Unnið verður fram eftir morgni að ryðja íbúðagötur sem eru ekki færar og á það helst við í efri byggðum og jafnvel víða,“ segir í Facebook-færslu almannavarna. „Þeir sem ætla á bílum sínum eru beðnir um að meta búnað bílsins og færðina þar sem þeir búa og alls ekki að ana af stað ef ófærð er mikil. Strætó stefnir á að hefja akstur upp úr klukkan 09.00. Förum varlega og munum eftir að skafa vel og hafa öll ljós kveikt.“ Rafmagn fór af höfuðborgarsvæðinu á fjórða tímanum í nótt og var stopult í um stundarfjórðung. Vísir fylgist að sjálfsögðu með framvindunni og mun færa ykkur allar nýjustu fréttir af óveðrinu í vaktinni hér að neðan, um leið og þær berast. Hér eru helstu upplýsingar um lokanir og skerðingu á þjónustu vegna veðursins. Bítið á Bylgjunni verður í beinni á Stöð 2 Vísi frá klukkan 05. Ert þú með ábendingu í tengslum við óveðrið? Sendu okkur endilega myndir og/eða frásögn á ritstjorn@visir.is. Myndbönd og myndir mega endilega vera á breiddina.
„Það snjóaði ekki eins mikið á höfuðborgarsvæðinu í nótt eins og búist var við þar sem hiti var nokkuð yfir frostmarki. Þess vegna eru flestar stofnæðar og tengibrautir færar og einnig fjölmargar íbúðagötur. Unnið verður fram eftir morgni að ryðja íbúðagötur sem eru ekki færar og á það helst við í efri byggðum og jafnvel víða,“ segir í Facebook-færslu almannavarna. „Þeir sem ætla á bílum sínum eru beðnir um að meta búnað bílsins og færðina þar sem þeir búa og alls ekki að ana af stað ef ófærð er mikil. Strætó stefnir á að hefja akstur upp úr klukkan 09.00. Förum varlega og munum eftir að skafa vel og hafa öll ljós kveikt.“ Rafmagn fór af höfuðborgarsvæðinu á fjórða tímanum í nótt og var stopult í um stundarfjórðung. Vísir fylgist að sjálfsögðu með framvindunni og mun færa ykkur allar nýjustu fréttir af óveðrinu í vaktinni hér að neðan, um leið og þær berast. Hér eru helstu upplýsingar um lokanir og skerðingu á þjónustu vegna veðursins. Bítið á Bylgjunni verður í beinni á Stöð 2 Vísi frá klukkan 05. Ert þú með ábendingu í tengslum við óveðrið? Sendu okkur endilega myndir og/eða frásögn á ritstjorn@visir.is. Myndbönd og myndir mega endilega vera á breiddina.
Veður Tengdar fréttir Allt það helsta sem þú þarft að vita vegna óveðursins Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir hættustigi almannavarna fyrir allt landið vegna aftakaveðurs á morgun, mánudag 7. febrúar. Að neðan má sjá helstu áhrif vegna þessa. Viðbúið er að einhverjar breytingar geti orðið þegar líður á morguninn. 7. febrúar 2022 01:55 Lægðir sem leikið hafa landsmenn grátt Landsmenn virðast upp til hópa meðvitaðir um lægðina sem nálgast nú landið hraðbyri og gefur tilefni til rauðra og appelsínugulra viðvarana vegna veðurs í nótt og morgun. Enn einu sinni neyðast Íslendingar til endurkynna við djúpa lægð. 7. febrúar 2022 00:59 Fylgstu með lægðinni Búist er við aftakaveðri í nótt og á morgun um landið allt og verður appelsínugul veðurviðvörun í gildi víðast hvar um landið fyrir hádegi. Rauð veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið. 7. febrúar 2022 00:04 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Sjá meira
Allt það helsta sem þú þarft að vita vegna óveðursins Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir hættustigi almannavarna fyrir allt landið vegna aftakaveðurs á morgun, mánudag 7. febrúar. Að neðan má sjá helstu áhrif vegna þessa. Viðbúið er að einhverjar breytingar geti orðið þegar líður á morguninn. 7. febrúar 2022 01:55
Lægðir sem leikið hafa landsmenn grátt Landsmenn virðast upp til hópa meðvitaðir um lægðina sem nálgast nú landið hraðbyri og gefur tilefni til rauðra og appelsínugulra viðvarana vegna veðurs í nótt og morgun. Enn einu sinni neyðast Íslendingar til endurkynna við djúpa lægð. 7. febrúar 2022 00:59
Fylgstu með lægðinni Búist er við aftakaveðri í nótt og á morgun um landið allt og verður appelsínugul veðurviðvörun í gildi víðast hvar um landið fyrir hádegi. Rauð veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið. 7. febrúar 2022 00:04