Appelsínugul viðvörun fyrir landið allt og líkur á rauðri fyrir borgina Árni Sæberg skrifar 5. febrúar 2022 15:25 Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur. vísir/egill Appelsínugul veðurviðvörun hefur nú verið gefin út fyrir landið allt á aðfaranótt mánudags. Óvenjulega slæmt veður er í kortunum, að sögn veðurfræðings. Gul viðvörun hafði verið í gildi fyrir aðfaranótt mánudags frá því í gær en í hádeginu var henni breytt í appelsínugula. Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir viðvaranakerfi Veðurstofunnar annars vegar byggjast á áhrifum veðurs og hins vegar líkum á að spá rætist. „Í gær var enn þá svolítið í þetta þannig að við byrjuðum á gulu og nú tröppum við okkur upp,“ segir hún í samtali við Vísi. Á viðvaranasíðu Veðurstofunnar má sjá á grafi fyrir höfuðborgarsvæðið að aðeins vantar upp á líkur á að spá rætist svo að viðvörun verði rauð. Veðurstofa Íslands Elín telur ekki ólíklegt að gefin verði út rauð viðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið. Gengur hratt yfir Hún segir lægðina koma á land á Suðvesturhorninu og þar muni byrja að hvessa um miðnætti. Hún muni svo ná á Norðausturland um hádegisbil á mánudag. „Þetta gerist mjög hratt. Það er í raun og veru fínasta veður á morgun, svo um miðnætti fer að snögghvessa og upp úr klukkan fjögur nær það hámarki og svo snöggbatnar þetta á milli klukkan átta og níu á Suðvesturlandi,“ segir Elín. Búist er við suðaustan stormi, roki eða ofsaveðri um allt land. Hvassviðrinu fylgir mikil snjókoma og útlit er fyrir skafrenning. Fólk kemst hvorki lönd né strönd fyrir mokstur Búist er við ófærð innan hverfa á höfuðborgarsvæðinu en þar verður hvassast á Kjalarnesi og í efri byggðum. Töluverð hætta verður á foktjóni. Fólk er hvatt til að festa lausa muni eða koma þeim í skjól og verktakar eru beðnir um að ganga vel frá framkvæmdasvæðum sínum. „Ef það verður þessi mokandi hríð sem spárnar gera ráð fyrir, þá kemst fólk ekkert út úr götunum sínum það er búið að koma og allavega skafa stofnbrautir. Hérna á höfuðborgarsvæðinu ætti fólk bara að hafa sig hægt á mánudagsmorgun,“ segir Elín Þá er eðli málsins samkvæmt ekkert ferðaveður á landinu á meðan lægðin gengur hér yfir. Veður Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ „Samlokumaðurinn“ sýknaður Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira
Gul viðvörun hafði verið í gildi fyrir aðfaranótt mánudags frá því í gær en í hádeginu var henni breytt í appelsínugula. Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir viðvaranakerfi Veðurstofunnar annars vegar byggjast á áhrifum veðurs og hins vegar líkum á að spá rætist. „Í gær var enn þá svolítið í þetta þannig að við byrjuðum á gulu og nú tröppum við okkur upp,“ segir hún í samtali við Vísi. Á viðvaranasíðu Veðurstofunnar má sjá á grafi fyrir höfuðborgarsvæðið að aðeins vantar upp á líkur á að spá rætist svo að viðvörun verði rauð. Veðurstofa Íslands Elín telur ekki ólíklegt að gefin verði út rauð viðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið. Gengur hratt yfir Hún segir lægðina koma á land á Suðvesturhorninu og þar muni byrja að hvessa um miðnætti. Hún muni svo ná á Norðausturland um hádegisbil á mánudag. „Þetta gerist mjög hratt. Það er í raun og veru fínasta veður á morgun, svo um miðnætti fer að snögghvessa og upp úr klukkan fjögur nær það hámarki og svo snöggbatnar þetta á milli klukkan átta og níu á Suðvesturlandi,“ segir Elín. Búist er við suðaustan stormi, roki eða ofsaveðri um allt land. Hvassviðrinu fylgir mikil snjókoma og útlit er fyrir skafrenning. Fólk kemst hvorki lönd né strönd fyrir mokstur Búist er við ófærð innan hverfa á höfuðborgarsvæðinu en þar verður hvassast á Kjalarnesi og í efri byggðum. Töluverð hætta verður á foktjóni. Fólk er hvatt til að festa lausa muni eða koma þeim í skjól og verktakar eru beðnir um að ganga vel frá framkvæmdasvæðum sínum. „Ef það verður þessi mokandi hríð sem spárnar gera ráð fyrir, þá kemst fólk ekkert út úr götunum sínum það er búið að koma og allavega skafa stofnbrautir. Hérna á höfuðborgarsvæðinu ætti fólk bara að hafa sig hægt á mánudagsmorgun,“ segir Elín Þá er eðli málsins samkvæmt ekkert ferðaveður á landinu á meðan lægðin gengur hér yfir.
Veður Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ „Samlokumaðurinn“ sýknaður Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira