Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Árni Sæberg skrifar
Sindri Sindrason verður með ykkur í fréttatíma kvöldsins.
Sindri Sindrason verður með ykkur í fréttatíma kvöldsins.

Umfangsmikil leit stendur enn yfir af lítilli flugvél sem ekkert hefur spurst til í um einn og hálfan sólarhring. Við förum ítarlega yfir aðgerðir dagsins í kvöldfréttum og verðum í beinni útsendingu frá þungamiðju leitarsvæðisins við Þingvallavatn.

Heilbrigðisráðherra gerir ráð fyrir að hægt verði að fara í verulegar afléttingar á samkomutakmörkunum eftir helgi, tveimur vikum fyrir áætlun. Þá verður einangrun stytt í fimm daga á mánudag.

Við förum yfir málið í kvöldfréttum og verðum einnig í beinni útsendingu frá uppistandi í Tjarnarbíó sem hægt er að flytja fyrir fullum sal eftir breytingar á reglum í vikunni. Auk þess verður rætt við nemendur í Verzlunarskóla Íslands sem skipulögðu heljarinnar skemmtun í kvöld með von um að ráðherra myndi aflétta samkomutakmörkunum í dag. Ekkert varð hins vegar af því og skemmtunin verður því rafræn – sem eru nemendum mikil vonbrigði.

Þá kynnum við okkur deilu um bílastæði í borginni, breytingar tengdar ferðaþjónustu á Siglufirði og sjáum uppstoppaða uglu sem Magnús Hlynur Hreiðarsson skoðaði í vikunni.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×