Segir starfsfólk Eflingar óttaslegið um endurkomu Sólveigar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. febrúar 2022 06:34 Sólveig Arna vill setjast í formannsstólinn á ný. Vísir/Vilhelm „Ætlar hún að biðja starfsfólkið afsökunar ef hún kemur aftur? Hvernig ætlar hún að koma inn og stjórna vinnustaðnum? Hún verður að biðja starfsfólkið afsökunar á hegðun sinni af því að þetta endurspeglar ekki það sem hún ætlast til af fyrirtækjum og stofnunum úti í bæ.“ Þetta segir Ragnheiður Valgarðsdóttir, annar trúnaðarmanna starfsmanna Eflingar, í samtali við mbl.is um mögulega endurkomu Sólveigar Önnu Jónsdóttur, fyrrverandi formanns stéttarfélagsins, á vinnustaðinn. Ragnheiður segir meirihluta starfsfólks Eflingar óttaslegið og að óvissan um hvort Sólveig gæfi kost á sér til endurkjörs hafi valdið því kvíða og vanlíðan. Eins og frægt er orðið sagði Sólveig af sér í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunnar um ástandið á skrifstofu Eflingar, þar sem hún var sökuð um óvægna stjórnarhætti. Ragnheiður segir að í kjölfarið hafi Sólveig farið mikinn gegn starfsmönnum félagsins, sem hafi ekki haft sama tækifæri og formaðurinn fráfarandi til að bera hönd fyrir höfuð sér. „Það sem særir okkur er það að hún er búin að æsa upp félagsmenn og aðra í kommentakerfum til að tala illa um okkur. Hún er að búa til óvild gagnvart okur til að skara eld að sinni köku. Hún er búin að gefa algjört skotleyfi á okkur. Það er algjörlega óviðeigandi og skapar vantraust milli félagsmanna og starfsfólks,“ segir Ragnheiður í samtali við mbl.is. Hún segir það hvorki hafa verið trúnaðarmenn starfsmanna né starfsmennirnir sjálfir sem hafi lekið margumræddri ályktun trúnaðarmannanna um starfsumhverfið á skrifstofu Eflingar til fjölmiðla. Það hafi ekki staðið til að gera það opinbert. „Við höfðum ekkert út á stefnu hennar að setja og unnum af heilum hug fyrir félagið. Hún ákvað sjálf að móðgast. Þetta er algjörlega leikrit sem hún setur upp sjálf,“ segir Ragnheiður um ákvörðun Sólveigar að segja af sér. „Þetta plagg átti ekkert að fara neitt. Þetta var bara vinnuplagg handa þeim.“ Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá mbl.is. Ólga innan Eflingar Kjaramál Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Þetta segir Ragnheiður Valgarðsdóttir, annar trúnaðarmanna starfsmanna Eflingar, í samtali við mbl.is um mögulega endurkomu Sólveigar Önnu Jónsdóttur, fyrrverandi formanns stéttarfélagsins, á vinnustaðinn. Ragnheiður segir meirihluta starfsfólks Eflingar óttaslegið og að óvissan um hvort Sólveig gæfi kost á sér til endurkjörs hafi valdið því kvíða og vanlíðan. Eins og frægt er orðið sagði Sólveig af sér í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunnar um ástandið á skrifstofu Eflingar, þar sem hún var sökuð um óvægna stjórnarhætti. Ragnheiður segir að í kjölfarið hafi Sólveig farið mikinn gegn starfsmönnum félagsins, sem hafi ekki haft sama tækifæri og formaðurinn fráfarandi til að bera hönd fyrir höfuð sér. „Það sem særir okkur er það að hún er búin að æsa upp félagsmenn og aðra í kommentakerfum til að tala illa um okkur. Hún er að búa til óvild gagnvart okur til að skara eld að sinni köku. Hún er búin að gefa algjört skotleyfi á okkur. Það er algjörlega óviðeigandi og skapar vantraust milli félagsmanna og starfsfólks,“ segir Ragnheiður í samtali við mbl.is. Hún segir það hvorki hafa verið trúnaðarmenn starfsmanna né starfsmennirnir sjálfir sem hafi lekið margumræddri ályktun trúnaðarmannanna um starfsumhverfið á skrifstofu Eflingar til fjölmiðla. Það hafi ekki staðið til að gera það opinbert. „Við höfðum ekkert út á stefnu hennar að setja og unnum af heilum hug fyrir félagið. Hún ákvað sjálf að móðgast. Þetta er algjörlega leikrit sem hún setur upp sjálf,“ segir Ragnheiður um ákvörðun Sólveigar að segja af sér. „Þetta plagg átti ekkert að fara neitt. Þetta var bara vinnuplagg handa þeim.“ Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá mbl.is.
Ólga innan Eflingar Kjaramál Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira