Ekki sammála um hvað Klopp hefði gert Tryggvi Páll Tryggvason og Snorri Másson skrifa 31. janúar 2022 19:40 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og Katrín Jakobsdóttur, forsætisráðherra, eru miklir aðdáendur Liverpool og var knattspyrnustjóri félagsins dreginn inn í umræður um hversu stór og hröð skref ætti að stíga í að aflétta samkomutakmörkunum. Vísir/Arnar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, eru ekki á einu máli um hvernig Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri enska knattspyrnufélagsins Liverpool, myndi bregðast við breyttum aðstæðum í kórónuveirufaldrinum, væri hann við stjórnvölinn. Katrín og Þorgerður Katrín mættust í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem þær tókust á um hvort stíga ætti hraðari skref til afléttingar samkomutakmarkana hér á landi en ráð er er gert fyrir. Vildi Þorgerður Katrín meina að tilefni væri til að feta í fótspor Dana og aflétta ætti öllum samkomutakmörkunum við fyrsta tækifæri. Var hún spurð að því hvort að hún myndi aflétta öllu réði hún ferðinni? „Já, ég myndi gera það. Ég myndi fara svipaða leið og Danir. Danir eru að fara að aflétta öllu á morgun. Á afmælisdegi Katrínar, 1. febrúar. Ég hefði bara breytt um leikskipulag,“ sagði Þorgerður Katrín og dró fyrrnefndan Klopp inn í umræðuna. „Allar staðreyndir sýna fram á það að við getum gert það og ég hefði líka, talandi um eitthvað sem við Katrín eigum sameiginlegt. Jürgen Klopp hefði brugðist öðruvísi við, hann hefði aflétt hraðar, sagði Þorgerður Katrín en hún og Katrín eru forfallnir aðdáendur Liverpool og þar með Þjóðverjans snjalla. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, á sér marga aðdáendur.EPA-EFE/Chris Brunskill Sjálf var Katrín hins vegar efins um að Klopp myndi stíga þau skref sem Þorgerður minntist á. „Ég veit það ekki sko. Ég held að Klopp hefði gert nákvæmlega það sem við gerðum í síðustu viku sem er náttúrulega mikilvægasta breytingin kannski af þeim öllum sem er breytt fyrirkomulag sóttkvíar og smitgátar, sagði Katrín sem vildi jafnframt meina að með því væru stjórnvöld að færa samfélagið frá því að tempra fjölgun smita yfir í að opna það.“ Sagði hún jafnframt mikilvægt að stíga varfærin skref í samráði við sérfræðinga og það sem vísindin segja. „Ég get alveg fullvissað okkur öll um það að við erum að reyna að gera þetta í sem bestu samráði við vísindamenn og sérfræðinga og mögulegt er, þannig að við getum hreinlega klárað þetta,“ sagði Katrín. Þorgerður Katrín greip þá orðið á lofti og sagðist ekki efast um að hlustað væri á vísindin í Danmörku. „Vísindin einmitt segja okkur það að við getum tekið stærri skref núna og ég efast ekki um það að Danir eru einmitt að byggja allt sitt á vísindum. Við eigum að taka mun stærri skref heldur en verið er að gera núna.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
Katrín og Þorgerður Katrín mættust í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem þær tókust á um hvort stíga ætti hraðari skref til afléttingar samkomutakmarkana hér á landi en ráð er er gert fyrir. Vildi Þorgerður Katrín meina að tilefni væri til að feta í fótspor Dana og aflétta ætti öllum samkomutakmörkunum við fyrsta tækifæri. Var hún spurð að því hvort að hún myndi aflétta öllu réði hún ferðinni? „Já, ég myndi gera það. Ég myndi fara svipaða leið og Danir. Danir eru að fara að aflétta öllu á morgun. Á afmælisdegi Katrínar, 1. febrúar. Ég hefði bara breytt um leikskipulag,“ sagði Þorgerður Katrín og dró fyrrnefndan Klopp inn í umræðuna. „Allar staðreyndir sýna fram á það að við getum gert það og ég hefði líka, talandi um eitthvað sem við Katrín eigum sameiginlegt. Jürgen Klopp hefði brugðist öðruvísi við, hann hefði aflétt hraðar, sagði Þorgerður Katrín en hún og Katrín eru forfallnir aðdáendur Liverpool og þar með Þjóðverjans snjalla. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, á sér marga aðdáendur.EPA-EFE/Chris Brunskill Sjálf var Katrín hins vegar efins um að Klopp myndi stíga þau skref sem Þorgerður minntist á. „Ég veit það ekki sko. Ég held að Klopp hefði gert nákvæmlega það sem við gerðum í síðustu viku sem er náttúrulega mikilvægasta breytingin kannski af þeim öllum sem er breytt fyrirkomulag sóttkvíar og smitgátar, sagði Katrín sem vildi jafnframt meina að með því væru stjórnvöld að færa samfélagið frá því að tempra fjölgun smita yfir í að opna það.“ Sagði hún jafnframt mikilvægt að stíga varfærin skref í samráði við sérfræðinga og það sem vísindin segja. „Ég get alveg fullvissað okkur öll um það að við erum að reyna að gera þetta í sem bestu samráði við vísindamenn og sérfræðinga og mögulegt er, þannig að við getum hreinlega klárað þetta,“ sagði Katrín. Þorgerður Katrín greip þá orðið á lofti og sagðist ekki efast um að hlustað væri á vísindin í Danmörku. „Vísindin einmitt segja okkur það að við getum tekið stærri skref núna og ég efast ekki um það að Danir eru einmitt að byggja allt sitt á vísindum. Við eigum að taka mun stærri skref heldur en verið er að gera núna.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira