Lífið

Varpaði gjöfinni upp á turn í Dubai

Elísabet Hanna Maríudóttir skrifar
Parið hefur verið saman síðan 2016.
Parið hefur verið saman síðan 2016. Getty/ Jeff Kravitz

Raunveruleikaþáttur með kærustu Cristiano Ronaldo í aðalhlutverki hóf göngu sína hjá Netflix á dögunum og gerði Ronaldo sér lítið fyrir og varpaði markaðsefni þáttarins upp á Burj Khalifa turninn í Dubai. Parið var þar ásamt börnunum sínum að fagna tuttugu og átta ára afmæli Georginu og var gjörningurinn hluti af afmælisgjöfinni hennar.

Georgina er ólétt af tvíburum og verður það í annað skiptið sem parið eignast tvíbura. Fyrir eiga þau fjögurra ára tvíburana Evu og Mateo sem komu í heiminn með aðstoð staðgöngumóður. Einnig eiga þau dótturina Alönu sem er þriggja og hálfs árs og fyrir átti Ronaldo hinn ellefu ára Cristiano Ronaldo Jr.

Þátturinn I am Georgina fjallar um líf parsins og í honum fara þau vel yfir sögu sína sem par. Þau ræða það meðal annars hvernig þau hittust þar sem hann var að versla sér föt og hún var að starfa í versluninni. Einnig ræða þau augnablikið þegar hendur þeirra strukust fyrst saman og þau segja hendurnar hafa passað fullkomlega við hvor aðra. Það er augljóst á frásögnum þeirra í þættinum að mikið er um rómantík í sögu þeirra.


Tengdar fréttir

Greina frá því að Ronaldo eigi von á tvíburum

Cristiano Ronaldo, leikmaður Real Madrid, á von á tvíburum ef marka má heimildið The Sun. Portúgalinn mun hafa nýtt sér tæknina og fengið staðgöngumóður til að bera börnin.

Ronaldo: Vil sjö börn og sjö Gullbolta

Cristiano Ronaldo spilar sem kunnugt er í treyju númer sjö, bæði hjá Real Madrid og portúgalska landsliðinu. Hann vill líka eignast sjö börn og vinna sjö Gullbolta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×