Georgina er ólétt af tvíburum og verður það í annað skiptið sem parið eignast tvíbura. Fyrir eiga þau fjögurra ára tvíburana Evu og Mateo sem komu í heiminn með aðstoð staðgöngumóður. Einnig eiga þau dótturina Alönu sem er þriggja og hálfs árs og fyrir átti Ronaldo hinn ellefu ára Cristiano Ronaldo Jr.
Þátturinn I am Georgina fjallar um líf parsins og í honum fara þau vel yfir sögu sína sem par. Þau ræða það meðal annars hvernig þau hittust þar sem hann var að versla sér föt og hún var að starfa í versluninni. Einnig ræða þau augnablikið þegar hendur þeirra strukust fyrst saman og þau segja hendurnar hafa passað fullkomlega við hvor aðra. Það er augljóst á frásögnum þeirra í þættinum að mikið er um rómantík í sögu þeirra.