Fréttablaðið og RÚV féllu í gildru Twitter-trölls Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. janúar 2022 08:47 Fréttablaðið og RÚV féllu í gildru Twitter-trölls sem skrifaði undir nafni Will Ferrell. Vísir Fréttablaðið og Ríkisútvarpið féllu í gildru Twitter-trölls þegar miðlarnir greindu frá því í gærkvöldi að bandaríski leikarinn og Íslandsvinurinn Will Ferrell hefði áhuga á að keppa fyrir Íslands hönd í Eurovison. Fréttablaðið greindi frá því í gærkvöldi að bandaríski stórleikarinn Will Ferrell hafi spurt á Twitter hvort hann gæti ekki flutt framlag Íslands í Eurovision þetta árið. RÚV gerði það sömuleiðis og vísuðu miðlarnir báðir í tíst aðgangsins @OfficialWilllF, sem skrifar undir nafni leikarans. Could I be Iceland’s singer in Eurovision this year? 👀— Will Ferrell 🌐 (@OfficialWilllF) January 28, 2022 Ferrell lék og skrifaði kvikmyndina Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga þar sem hann lék íslenskan keppanda í Eurovision og vakti mikla lukku. Ferrell er mikill Eurovision-aðdáandi en eiginkona hans Viveca Paulin er sænsk. Twitter-tröll eru ekkert nýtt fyrirbæri. Frá því að samfélagsmiðillin hóf göngu sína hefur það verið nokkuð vinsælt að skrifa undir nafni einhvers annars í gríni. Fólk var ekki lengi að fatta að Will Ferrell sjálfur hefði ekki óskað eftir að keppa fyrir Íslands hönd í keppninni. 🤡 pic.twitter.com/9v817rFJ3G— Hörður Ágústsson (@horduragustsson) January 28, 2022 RÚV hamraði gæsina glóðvolgahttps://t.co/esTa8sw6VT— Steinn Hildar (@hardnormaldaddy) January 29, 2022 Fréttablaðið og RÚV leiðréttu misskilninginn í gærkvöldi eftir að netverjar bentu á mistökin á Twitter. Fréttablaðið leiðrétti misskilninginn um klukkutíma eftir að upprunalega fréttin var birt.Skjáskot Ætli við verðum ekki að bíða og sjá hvort Ferrell muni sækjast eftir þessu mikilvæga hlutverki í raun en keppendur í Söngvakeppni sjónvarpsins verða kynntir næsta laugardag. Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Samfélagsmiðlar Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Tengdar fréttir Reykjavíkurdætur keppa í Söngvakeppninni Íslenska kvennasveitin Reykajvíkurdætur munu keppa í Söngvakeppni sjónvarpsins, sem hefst 19. febrúar næstkomandi á RÚV. 29. janúar 2022 07:30 Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Fleiri fréttir Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Sjá meira
Fréttablaðið greindi frá því í gærkvöldi að bandaríski stórleikarinn Will Ferrell hafi spurt á Twitter hvort hann gæti ekki flutt framlag Íslands í Eurovision þetta árið. RÚV gerði það sömuleiðis og vísuðu miðlarnir báðir í tíst aðgangsins @OfficialWilllF, sem skrifar undir nafni leikarans. Could I be Iceland’s singer in Eurovision this year? 👀— Will Ferrell 🌐 (@OfficialWilllF) January 28, 2022 Ferrell lék og skrifaði kvikmyndina Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga þar sem hann lék íslenskan keppanda í Eurovision og vakti mikla lukku. Ferrell er mikill Eurovision-aðdáandi en eiginkona hans Viveca Paulin er sænsk. Twitter-tröll eru ekkert nýtt fyrirbæri. Frá því að samfélagsmiðillin hóf göngu sína hefur það verið nokkuð vinsælt að skrifa undir nafni einhvers annars í gríni. Fólk var ekki lengi að fatta að Will Ferrell sjálfur hefði ekki óskað eftir að keppa fyrir Íslands hönd í keppninni. 🤡 pic.twitter.com/9v817rFJ3G— Hörður Ágústsson (@horduragustsson) January 28, 2022 RÚV hamraði gæsina glóðvolgahttps://t.co/esTa8sw6VT— Steinn Hildar (@hardnormaldaddy) January 29, 2022 Fréttablaðið og RÚV leiðréttu misskilninginn í gærkvöldi eftir að netverjar bentu á mistökin á Twitter. Fréttablaðið leiðrétti misskilninginn um klukkutíma eftir að upprunalega fréttin var birt.Skjáskot Ætli við verðum ekki að bíða og sjá hvort Ferrell muni sækjast eftir þessu mikilvæga hlutverki í raun en keppendur í Söngvakeppni sjónvarpsins verða kynntir næsta laugardag.
Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Samfélagsmiðlar Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Tengdar fréttir Reykjavíkurdætur keppa í Söngvakeppninni Íslenska kvennasveitin Reykajvíkurdætur munu keppa í Söngvakeppni sjónvarpsins, sem hefst 19. febrúar næstkomandi á RÚV. 29. janúar 2022 07:30 Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Fleiri fréttir Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Sjá meira
Reykjavíkurdætur keppa í Söngvakeppninni Íslenska kvennasveitin Reykajvíkurdætur munu keppa í Söngvakeppni sjónvarpsins, sem hefst 19. febrúar næstkomandi á RÚV. 29. janúar 2022 07:30