Getur ekki hugsað sér að Efling fari í sama far og fyrir hennar tíð Snorri Másson skrifar 28. janúar 2022 12:04 Sólveig Anna Jónsdóttir vill taka aftur við formennsku Eflingar. Hún hefur fulla trú á sigri í baráttunni fram undan. Vísir/Egill Sólveig Anna Jónsdóttir býður sig fram til formanns Eflingar vegna þess að hún getur ekki hugsað sér að félagið fari í sama far og fyrir árið 2018. Það sé einfaldlega þeirra mál ef einhverjir starfsmenn á skrifstofunni vilji ekki vinna með lýðræðislega kjörinni forystu félagsins. „Ég trúi því af öllu hjarta að við munum bera sigur úr býtum,“ segir Sólveig Anna í samtali við fréttastofu. Sólveig Anna sagði af sér formennsku í október eftir að starfsfólk Eflingar varð ekki við ósk hennar um stuðningsyfirlýsingu. „Af einhverjum ástæðum var hópur þarna sem gat ekki starfað með mér og lét sér ekki duga að vera óánægð með mig sem yfirmann heldur fór í það að bera út úm mig ósannar sögur. Ég get ekki borið ábyrgð á gjörðum annarra,“ segir Sólveig í samtali við fréttastofu. Sólveig segir að það sem hafi breyst síðan þá sé að stór hópur hafi skorað á hana að gefa aftur á sér kost. „Ég tók þessa ákvörðun að vel ígrunduðu máli, ekki af léttúð, heldur vegna þess að ég get bara ekki hugsað mér að félagið fari aftur í það far sem það var í fyrir árið 2018. Vegna þess að það sem við gerðum var að okkur tókst að breyta duglausu bákni sem tók þátt í að viðhalda samræmdri láglaunastefnu yfir í fremstu baráttusamtök verkafólks, með óumdeilanlegum árangri,“ segir Sólveig. Listi Sólveigar heitir Baráttulistinn, B-listinn, og býður fram gegn A-lista, skipuðum af uppstillingarnefnd, þar sem fyrrum félagi Sólveigar, Ólöf Helga Adolfsdóttir, skipar fyrsta sæti. Einnig verður listi Guðmundar Jónatans Baldurssonar í framboði en hann var mjög gagnrýninn á Sólveigu í aðdraganda og í tengslum við afsögn hennar. Því hefur nú verið haldið fram að þér hafi verið boðið sæti á A-listanum. „Það var hringt í mig frá uppstillingarnefnd, ég var spurð. Ég lít ekki svo á að mér hafi verið boðið sæti. Það er töluvert langt síðan það var. Þá hafði ég ekki hug á að gera það,“ segir Sólveig. Þú hefðir samt líklega geta sóst eftir því að vera á listanum. Hefurðu þá bara gaman af slagnum? „Eins og öllum ætti að vera ljóst hræðist ég ekki að taka slagi. En ég vil þá samt nota tækifærið og segja að ég og félagar mínir erum ekki í slag við aðra félagsmenn Eflingar. Við erum að taka slaginn fyrir félagsfólk Eflingar til þess að félagið sé öflugt og sterkt og geti farið inn í slaginn við andstæðinga verka- og láglaunafólks,“ segir Sólveig. Skrifstofufólkið, það hafa verið sagðar af því fréttir að þar sé fólks innanborðs sem muni fara ef þú kemur aftur. Hvað finnst þér um það? „Við því vil ég segja að nú fær félagsfólk Eflingar tækifæri til að kjósa og svo er það lýðræðislegur vilji þess sem ræður því hverjir stýra félaginu. Þeir sem stýra félaginu stýra svo auðvitað líka skrifstofunni. Sé það svo að einhverjir þar geti ekki hugsað sér að vinna með lýðræðislega kjörinni forystu er það einfaldlega þeirra mál og ekki mitt eða félaga minna,“ segir Sólveig. Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir „Ég held að þetta komi kannski ekki mikið á óvart“ Sólveig Anna Jónsdóttir, fyrrverandi formaður Eflingar, mun aftur bjóða sig fram til formanns og fer fyrir Baráttulistanum í komandi kosningum. Stefnir því í spennandi formannslag á næstu vikum en Ólöf Helga Adolfsdóttir, starfandi varaformaður, hefur einnig gefið kost á sér. 28. janúar 2022 08:52 Óttast endurkomu Sólveigar Önnu Það er altalað innan verkalýðshreyfingarinnar að Sólveig Anna Jónsdóttir ætli að bjóða sig fram lista gegn A-lista Eflingar í komandi formannskosningum innan stéttafélagsins. Uggur er í starfsliði skrifstofu Eflingar en köldu andar enn á milli flestra þar inni og fyrrverandi formannsins eftir atburði vetursins sem leiddu til afsagnar Sólveigar og Viðars Þorsteinssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Eflingar. 16. janúar 2022 18:22 Sólveig Anna býður sig fram til formanns Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir, fyrrverandi formaður Eflingar, býður sig fram til formanns að nýju. Sólveig mun fara fyrir framboðslistanum Baráttulistinn, sem tilkynntur hefur verið til kjörstjórnar Eflingar. 28. janúar 2022 08:02 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
„Ég trúi því af öllu hjarta að við munum bera sigur úr býtum,“ segir Sólveig Anna í samtali við fréttastofu. Sólveig Anna sagði af sér formennsku í október eftir að starfsfólk Eflingar varð ekki við ósk hennar um stuðningsyfirlýsingu. „Af einhverjum ástæðum var hópur þarna sem gat ekki starfað með mér og lét sér ekki duga að vera óánægð með mig sem yfirmann heldur fór í það að bera út úm mig ósannar sögur. Ég get ekki borið ábyrgð á gjörðum annarra,“ segir Sólveig í samtali við fréttastofu. Sólveig segir að það sem hafi breyst síðan þá sé að stór hópur hafi skorað á hana að gefa aftur á sér kost. „Ég tók þessa ákvörðun að vel ígrunduðu máli, ekki af léttúð, heldur vegna þess að ég get bara ekki hugsað mér að félagið fari aftur í það far sem það var í fyrir árið 2018. Vegna þess að það sem við gerðum var að okkur tókst að breyta duglausu bákni sem tók þátt í að viðhalda samræmdri láglaunastefnu yfir í fremstu baráttusamtök verkafólks, með óumdeilanlegum árangri,“ segir Sólveig. Listi Sólveigar heitir Baráttulistinn, B-listinn, og býður fram gegn A-lista, skipuðum af uppstillingarnefnd, þar sem fyrrum félagi Sólveigar, Ólöf Helga Adolfsdóttir, skipar fyrsta sæti. Einnig verður listi Guðmundar Jónatans Baldurssonar í framboði en hann var mjög gagnrýninn á Sólveigu í aðdraganda og í tengslum við afsögn hennar. Því hefur nú verið haldið fram að þér hafi verið boðið sæti á A-listanum. „Það var hringt í mig frá uppstillingarnefnd, ég var spurð. Ég lít ekki svo á að mér hafi verið boðið sæti. Það er töluvert langt síðan það var. Þá hafði ég ekki hug á að gera það,“ segir Sólveig. Þú hefðir samt líklega geta sóst eftir því að vera á listanum. Hefurðu þá bara gaman af slagnum? „Eins og öllum ætti að vera ljóst hræðist ég ekki að taka slagi. En ég vil þá samt nota tækifærið og segja að ég og félagar mínir erum ekki í slag við aðra félagsmenn Eflingar. Við erum að taka slaginn fyrir félagsfólk Eflingar til þess að félagið sé öflugt og sterkt og geti farið inn í slaginn við andstæðinga verka- og láglaunafólks,“ segir Sólveig. Skrifstofufólkið, það hafa verið sagðar af því fréttir að þar sé fólks innanborðs sem muni fara ef þú kemur aftur. Hvað finnst þér um það? „Við því vil ég segja að nú fær félagsfólk Eflingar tækifæri til að kjósa og svo er það lýðræðislegur vilji þess sem ræður því hverjir stýra félaginu. Þeir sem stýra félaginu stýra svo auðvitað líka skrifstofunni. Sé það svo að einhverjir þar geti ekki hugsað sér að vinna með lýðræðislega kjörinni forystu er það einfaldlega þeirra mál og ekki mitt eða félaga minna,“ segir Sólveig.
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir „Ég held að þetta komi kannski ekki mikið á óvart“ Sólveig Anna Jónsdóttir, fyrrverandi formaður Eflingar, mun aftur bjóða sig fram til formanns og fer fyrir Baráttulistanum í komandi kosningum. Stefnir því í spennandi formannslag á næstu vikum en Ólöf Helga Adolfsdóttir, starfandi varaformaður, hefur einnig gefið kost á sér. 28. janúar 2022 08:52 Óttast endurkomu Sólveigar Önnu Það er altalað innan verkalýðshreyfingarinnar að Sólveig Anna Jónsdóttir ætli að bjóða sig fram lista gegn A-lista Eflingar í komandi formannskosningum innan stéttafélagsins. Uggur er í starfsliði skrifstofu Eflingar en köldu andar enn á milli flestra þar inni og fyrrverandi formannsins eftir atburði vetursins sem leiddu til afsagnar Sólveigar og Viðars Þorsteinssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Eflingar. 16. janúar 2022 18:22 Sólveig Anna býður sig fram til formanns Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir, fyrrverandi formaður Eflingar, býður sig fram til formanns að nýju. Sólveig mun fara fyrir framboðslistanum Baráttulistinn, sem tilkynntur hefur verið til kjörstjórnar Eflingar. 28. janúar 2022 08:02 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
„Ég held að þetta komi kannski ekki mikið á óvart“ Sólveig Anna Jónsdóttir, fyrrverandi formaður Eflingar, mun aftur bjóða sig fram til formanns og fer fyrir Baráttulistanum í komandi kosningum. Stefnir því í spennandi formannslag á næstu vikum en Ólöf Helga Adolfsdóttir, starfandi varaformaður, hefur einnig gefið kost á sér. 28. janúar 2022 08:52
Óttast endurkomu Sólveigar Önnu Það er altalað innan verkalýðshreyfingarinnar að Sólveig Anna Jónsdóttir ætli að bjóða sig fram lista gegn A-lista Eflingar í komandi formannskosningum innan stéttafélagsins. Uggur er í starfsliði skrifstofu Eflingar en köldu andar enn á milli flestra þar inni og fyrrverandi formannsins eftir atburði vetursins sem leiddu til afsagnar Sólveigar og Viðars Þorsteinssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Eflingar. 16. janúar 2022 18:22
Sólveig Anna býður sig fram til formanns Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir, fyrrverandi formaður Eflingar, býður sig fram til formanns að nýju. Sólveig mun fara fyrir framboðslistanum Baráttulistinn, sem tilkynntur hefur verið til kjörstjórnar Eflingar. 28. janúar 2022 08:02