Menning

Hálfur milljarður í menningargeirann

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Lilja Alfreðsdóttir var skælbrosandi þegar hún ræddi við fréttamenn eftir langan ríkisstjórnarfund sem lauk í hádeginu. Myndin er úr safni.
Lilja Alfreðsdóttir var skælbrosandi þegar hún ræddi við fréttamenn eftir langan ríkisstjórnarfund sem lauk í hádeginu. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun um hálfs milljarðs króna framlag til menningargeirans vegna áhrifa sem hann hefur orðið fyrir vegna Covid-19 faraldursins.

Lilja Alfreðsdóttir, ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra, tilkynnti um aðgerðirnar að loknum fundinum.

Hún sagði að með þessum aðgerðum verði hægt að koma menningunni, tónlist og sviðslistum yfir þetta erfiða tímabil.

„Ég er því afskaplega sáttur menntamálaráðherra að koma af þessum ríkisstjórnarfundi.“

Vænta má að frekari upplýsingar um efnahagsaðgerðir í þágu menningargeirans verði aðgengilegar á vef stjórnarráðsins síðar í dag.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.