Innlent

Portúgalski flug­herinn til Ís­lands til að sinna loft­rýmis­gæslu

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Portúgalski flugherinn mun koma hingað til Íslands í vikunni til að sinna loftrýmisgæslu.
Portúgalski flugherinn mun koma hingað til Íslands í vikunni til að sinna loftrýmisgæslu. Landhelgisgæslan/Portúgalski flugherinn

Flugsveit portúgalska hersins mun koma hingað til lands í vikunni til þess að hefja loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins. Flugsveitin mun koma hingað til lands með fjórar orrustuþotur og um 85 liðsmenn. 

Þetta er í annað sinn sem Portúgalar taka þátt í verkefninu hér á landi en síðast annaðist portúgalski flugherinn loftrýmisgæslu á Íslandi fyrir tíu árum síðan. Liðsmenn flughersins munu hafa aðsetur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli á meðan þeir eru hér á landi. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Þar kemur fram að gert sé ráð fyrir að portúgalska flugsveitin geri aðflugsæfingar að varaflugvöllum á Akureyri og Egilsstöðum dagana 31. janúar til 7. febrúar en æfingarnar muni taka mið af veðri. 

Portúgalski herinn muni taka þátt í verkefninu ásamt starfsmönnum í stjórnstöðvum Atlantshafsbandalagsins í Uedem í Þýskalandi og á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. 

Framkvæmd verkefnisins muni fara fram með sama hætti og áður og í samræmi við loftrýmisgæsluáætlun Atlantshafsbandalagsins fyrir Ísland. Eins og með annan erlendan liðsafla sem dvelji tímabundið hér á landi sé í gildi viðbúnaður vegna sóttvarna meðan á dvöl portúgölsku flugsveitarinnar stendur og er framkvæmdin unnin í samvinnu við embætti landlæknis og aðra sem kom að sóttvörnum hér á landi. 

Landhelgisgæslan annast framkvæmd verkefnisins hér á landi og er gert ráð fyrir að loftrýmisgæslunni ljúki í lok mars. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×