Áætlun leiðar númer 3 hjá Strætó verður skert í dag, mánudag. Í stað þess að aka á 15 mínútna fresti yfir háannatímann verður ekið á hálftíma fresti allan daginn. Ástæðan er fjöldi vagnstjóra í sóttkví eða einangrun.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Guðmundi Heiðari Helgusyni, upplýsingafulltrúa Strætó. Þar segir að í stað ferða á korters fresti yfir háannatímann, frá 7 til 9 og frá 15 til 18, verði ekið á hálftíma fresti allan daginn.
„Gripið er til þessarar skerðingar vegna fjölda vagnstjóra hjá Strætó bs. sem eru í sóttkví eða einangrun vegna COVID-19.“
Þá hefur veiran einnig áhrif á leiðir númer 58 og 82 á Snæfellsnesi, en morgunferðir leiðanna verða felldar niður vegna manneklu. Nánar er hægt að fylgjast með öllum frávikum frá skipulögðum leiðum Strætó á heimasíðunni straeto.is.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.
Fleiri fréttir
Sjá meira