Innlent

Ekkert ferðaveður víða annað kvöld

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Ekkert ferðaveður verður víða á landinu, annað kvöld
Ekkert ferðaveður verður víða á landinu, annað kvöld Vísir/Vilhelm

Appelsínugul viðvörun vegna veðurs tekur gildi á Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra annað kvöld.

Gular viðvaranir vegna veðurs taka gildi á svæðinu á miðnætti í nótt en þá má búast við sunnan stormi, 18-25 m/s. Vindhviður geta farið upp í 40 metra á sekúndu og er ferðaveður metið varasamt.

Skömmu eftir miðnætti tekur gul viðvörun vegna veðurs einnig gildi á Norðurlandi eystra og er varað við sambærilegru veðri, þó að talið sé að hvassast verðir vestantil á svæðinu. Veðrið gengur að mestu yfir þegar líður á nóttina.

Staðan klukkan 20 annað kvöld.Veðurstofan

Önnur gul viðvörun vegna veðurs tekur svo við á Breiðafirði klukkan ellefu á morgun. Viðvörunin breiðir úr sér, aftur til Norðurlands eystra og Faxaflóa.

Á Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra breytist viðvörunin hins vegar í appelsínugula um kvöldmatarleytið og er hún í gildi fram á nótt.

Er reiknað með suðvestan 20-28 m/s og vindhviðum yfir 40 m/s. Einnig má búast við talsverðri snjókomu og síðar éljum með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Ekkert ferðaveður.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×