„Mjög mikið frelsi þegar ég áttaði mig á því að ég þyrfti ekki að velja og hafna“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. janúar 2022 12:31 Mars Proppé ræddi við Frosta um kynseginleikann. Mars Proppé er eðlisfræðinemi við Háskóla Íslands og á sama tíma aktívisti sem hefur vakið athygli að undanförnu fyrir baráttu sína fyrir auknum sýnileika og réttindum kynsegin fólks. Fyrr í vetur komst Mars í fréttirnar þegar hán fjarlægði kynjamerkingar af klósettum Háskóla Íslands en með þeirri aðgerð vildi Mars meðal annars vekja athygli á því sem hán kallar aðgerðarleysi skólayfirvalda í jafnréttismálum. Sú aðgerð féll þó ekki vel í kramið hjá öllum og voru merkingarnar lagfærðar hið snarasta en Mars segir afstöðu skólayfirvalda í þessu máli eina af birtingarmyndum þess að jafnréttisstefna háskólans sé miklu meira sýndarmennska heldur en eitthvað annað. Frosti Logason heimsótti Mars nýlega í stúdentaíbúð háns á háskólasvæðinu og fengum hán til þess að segja okkur betur frá sinni baráttu og byrjuðum einfaldlega á að spyrja, hvað er það nákvæmlega að vera kynsegin? Út fyrir boxið „Það er mjög góð spurning og þýðir mismunandi hluti fyrir mismunandi fólk. Fyrir mig persónulega þýðir það að mitt kyn passar ekki inn í þessi klassísku box karla og kvenna. Það er í rauninni allir sem upplifa sig út fyrir þessi box,“ segir Mars en hán segir að kynseginleiki sinn hafi fyrst farið að renna upp fyrir háni þegar hán varð unglingur og hán fór að átta sig á því að til staðar væru ákveðnar samfélagslegar reglur þar sem fólk þyrfti að passa inn í ákveðin box. Sem barn hafði hán verið mjög frjálst í sinni kynvitund og tjáningu en þegar hán komst á unglingsár fór Mars að upplifa að hán þyrfti að reyna passa inn í það hlutverk að vera stelpa þrátt fyrir að háni væri það endilega ekki eðlislægt. Á þeim tíma hélt Mars líka að þetta væri meira og minna upplifun allra, að allir þyrftu að gangast upp í því að vera eitthvað sem þeir tengdu ekkert sérstaklega við. Þessi tilfinning, að passa ekki inn í fyrir fram ákveðin box samfélagsins, vakti upp róttæknina í Mars og gerði hán að grjóthörðum femínista sem hán er auðvitað enn í dag þó að forsendurnar hafi örlítið breyst eftir að hán áttað sig betur á hvað það væri að vera kynsegin. „Þegar free the nipple kom fram þegar ég var í menntaskóla þá fannst mér það mjög skiljanlega uppreisn og ég hélt að það vildu allir vera berir að ofan í sundi og það vildi í rauninni enginn vera með brjóst. Það var allavega mín upplifun,“ segir Mars og hlær. Útskýrði margt „Svo fattaði ég seinna, þegar ég fattaði að það væri til kynsegin fólk og það útskýrði rosalega margt. Að mínar tilfinningar væri sprottnar að miklu leyti frá þessu. Það eru fullt af konum sem upplifa sig mjög vel í því að vera konur og í því hlutverki en ég var bara ekki eitt af þeim tilfellum.“ Í tilfelli Mars tengir hán bæði við það að vera kona á sama tíma og hán tengir við það að vera karl. Til að byrja með hélt Mars að hán þyrfti að velja annað hvort og á stuttu tímabili reyndi hán að sættast á það að vera trans maður, en fann þó fljótt að það væri ekki rétta leiðin þar sem að þá væri hán að afneita ákveðnum hluta af sér sem háni leið alls ekki vel með. „Það var mjög mikið frelsi þegar ég áttaði mig á því að ég þyrfti ekki að velja og hafna, heldur gat ég bara verið ég og það væri til orð fyrir það og samfélag og fleira fólk til að samsvara mig með.“ Mars segir það algengan misskilning að fólk verði að fara í kynleiðréttingarferli til að geta verið hluti af transsamfélaginu en hán segir þó svo alls ekki vera. Mars bendir á maður sé auðvitað alltaf sú manneskja sem maður er óháð því hvernig viðkomandi líti út því útlit breyti aldrei innri upplifun manneskjunnar. Kynleiðréttingarferli er því eitthvað sem sé mjög persónubundið og alltaf val hvers og eins. Brjóstnámið gott skref „Ég persónulega hef farið í gengum kynleiðréttingarferli og ég fór í gegnum transteymið hjá Landspítala og það er frekar fín aðstaða sem við höfum hér á Íslandi. Ég fór í brjóstnám og finnst mjög gott að hafa gert það, það hefur hjálpað mér mjög mikið að upplifa mig í mínum eigin líkama.“ Í aðdraganda þessa viðtals sendi Mars blaðamanni ákveðnar málfarsleiðbeiningar og æfingar til að undirbúa Frosta undir það að ræða við kynsegin manneskju án þess að gera mig að algjöru fífli frammi fyrir alþjóð. Þetta kann að virðast flókið í fyrstu en í raun og veru þarf maður alls ekki að vera doktor í íslensku til að geta tileinkað sér þetta tungutak sem rímar ágætlega við þær málvenjur sem við höfum hingað til átt að venjast. „Ég persónulega nota fornafnið hán og það beygist eins og orðið lán.“ Mars segir líka að þegar öllu er á botninn hvolft sé það ekki endilega málfræðin sem vefjist fyrir fólki í þessu samhengi. Það sé miklu frekar ákveðnar og inngrónar hugmyndir fólks um mannlega tilveru og íhaldssöm heimsýn sem að þvælist fyrir. Það að kynin séu fleiri en bara karl og kona ögri hefðbundnum hugmyndum fólks um mannlegt eðli og samfélagið í heild og þess vegna virðist það líka vera auðveldara fyrir ungt fólk að meðtaka þennan veruleika því það er jú erfiðara að kenna gömlum hundi að sitja eins og máltækið segir. „Ég myndi segja að það séu karlabox og konubox og allt fyrir utan það er kynsegin fólk.“ Mars segir að kynsegin fólki fjölgi ört í samfélaginu þar sem umræðan hafi opnast heilmikið á undanförnum árum. Kynsegin fólk hafi auðvitað alltaf verið til en það hafi hér áður fyrr þurft að gangast upp í þeim hlutverkum sem tvíkynjakerfið hafi útdeilt þeim. Þess vegna sé það enn sem komið er algengara að ungt fólk komi úr skápnum sem kynsegin því eldra fólkið hafi aldrei haft það rými sem er nauðsynlegt til að átta sig á kynseginleika sínum. Mars hefur einmitt sagt að aktívismi háns sé sprottinn út frá eigin reynslu þegar hán var sjálft að átta sig á þessum hlutum en hafði engar fyrirmyndir til að spegla sig í. Þess vegna vill hán vera opið með sína reynslu þannig að yngri krakkar geti séð að það er alveg í boði líka að vera kynsegin og að þau geti fengið að vera þau sjálf óháð því hvernig kynfæri þau eru með. Því Mars telur að börnum sé allt of mikið innrætt að vera annað hvort strákar eða stelpur strax frá fæðingu. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Hinsegin Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Fleiri fréttir Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Sjá meira
Fyrr í vetur komst Mars í fréttirnar þegar hán fjarlægði kynjamerkingar af klósettum Háskóla Íslands en með þeirri aðgerð vildi Mars meðal annars vekja athygli á því sem hán kallar aðgerðarleysi skólayfirvalda í jafnréttismálum. Sú aðgerð féll þó ekki vel í kramið hjá öllum og voru merkingarnar lagfærðar hið snarasta en Mars segir afstöðu skólayfirvalda í þessu máli eina af birtingarmyndum þess að jafnréttisstefna háskólans sé miklu meira sýndarmennska heldur en eitthvað annað. Frosti Logason heimsótti Mars nýlega í stúdentaíbúð háns á háskólasvæðinu og fengum hán til þess að segja okkur betur frá sinni baráttu og byrjuðum einfaldlega á að spyrja, hvað er það nákvæmlega að vera kynsegin? Út fyrir boxið „Það er mjög góð spurning og þýðir mismunandi hluti fyrir mismunandi fólk. Fyrir mig persónulega þýðir það að mitt kyn passar ekki inn í þessi klassísku box karla og kvenna. Það er í rauninni allir sem upplifa sig út fyrir þessi box,“ segir Mars en hán segir að kynseginleiki sinn hafi fyrst farið að renna upp fyrir háni þegar hán varð unglingur og hán fór að átta sig á því að til staðar væru ákveðnar samfélagslegar reglur þar sem fólk þyrfti að passa inn í ákveðin box. Sem barn hafði hán verið mjög frjálst í sinni kynvitund og tjáningu en þegar hán komst á unglingsár fór Mars að upplifa að hán þyrfti að reyna passa inn í það hlutverk að vera stelpa þrátt fyrir að háni væri það endilega ekki eðlislægt. Á þeim tíma hélt Mars líka að þetta væri meira og minna upplifun allra, að allir þyrftu að gangast upp í því að vera eitthvað sem þeir tengdu ekkert sérstaklega við. Þessi tilfinning, að passa ekki inn í fyrir fram ákveðin box samfélagsins, vakti upp róttæknina í Mars og gerði hán að grjóthörðum femínista sem hán er auðvitað enn í dag þó að forsendurnar hafi örlítið breyst eftir að hán áttað sig betur á hvað það væri að vera kynsegin. „Þegar free the nipple kom fram þegar ég var í menntaskóla þá fannst mér það mjög skiljanlega uppreisn og ég hélt að það vildu allir vera berir að ofan í sundi og það vildi í rauninni enginn vera með brjóst. Það var allavega mín upplifun,“ segir Mars og hlær. Útskýrði margt „Svo fattaði ég seinna, þegar ég fattaði að það væri til kynsegin fólk og það útskýrði rosalega margt. Að mínar tilfinningar væri sprottnar að miklu leyti frá þessu. Það eru fullt af konum sem upplifa sig mjög vel í því að vera konur og í því hlutverki en ég var bara ekki eitt af þeim tilfellum.“ Í tilfelli Mars tengir hán bæði við það að vera kona á sama tíma og hán tengir við það að vera karl. Til að byrja með hélt Mars að hán þyrfti að velja annað hvort og á stuttu tímabili reyndi hán að sættast á það að vera trans maður, en fann þó fljótt að það væri ekki rétta leiðin þar sem að þá væri hán að afneita ákveðnum hluta af sér sem háni leið alls ekki vel með. „Það var mjög mikið frelsi þegar ég áttaði mig á því að ég þyrfti ekki að velja og hafna, heldur gat ég bara verið ég og það væri til orð fyrir það og samfélag og fleira fólk til að samsvara mig með.“ Mars segir það algengan misskilning að fólk verði að fara í kynleiðréttingarferli til að geta verið hluti af transsamfélaginu en hán segir þó svo alls ekki vera. Mars bendir á maður sé auðvitað alltaf sú manneskja sem maður er óháð því hvernig viðkomandi líti út því útlit breyti aldrei innri upplifun manneskjunnar. Kynleiðréttingarferli er því eitthvað sem sé mjög persónubundið og alltaf val hvers og eins. Brjóstnámið gott skref „Ég persónulega hef farið í gengum kynleiðréttingarferli og ég fór í gegnum transteymið hjá Landspítala og það er frekar fín aðstaða sem við höfum hér á Íslandi. Ég fór í brjóstnám og finnst mjög gott að hafa gert það, það hefur hjálpað mér mjög mikið að upplifa mig í mínum eigin líkama.“ Í aðdraganda þessa viðtals sendi Mars blaðamanni ákveðnar málfarsleiðbeiningar og æfingar til að undirbúa Frosta undir það að ræða við kynsegin manneskju án þess að gera mig að algjöru fífli frammi fyrir alþjóð. Þetta kann að virðast flókið í fyrstu en í raun og veru þarf maður alls ekki að vera doktor í íslensku til að geta tileinkað sér þetta tungutak sem rímar ágætlega við þær málvenjur sem við höfum hingað til átt að venjast. „Ég persónulega nota fornafnið hán og það beygist eins og orðið lán.“ Mars segir líka að þegar öllu er á botninn hvolft sé það ekki endilega málfræðin sem vefjist fyrir fólki í þessu samhengi. Það sé miklu frekar ákveðnar og inngrónar hugmyndir fólks um mannlega tilveru og íhaldssöm heimsýn sem að þvælist fyrir. Það að kynin séu fleiri en bara karl og kona ögri hefðbundnum hugmyndum fólks um mannlegt eðli og samfélagið í heild og þess vegna virðist það líka vera auðveldara fyrir ungt fólk að meðtaka þennan veruleika því það er jú erfiðara að kenna gömlum hundi að sitja eins og máltækið segir. „Ég myndi segja að það séu karlabox og konubox og allt fyrir utan það er kynsegin fólk.“ Mars segir að kynsegin fólki fjölgi ört í samfélaginu þar sem umræðan hafi opnast heilmikið á undanförnum árum. Kynsegin fólk hafi auðvitað alltaf verið til en það hafi hér áður fyrr þurft að gangast upp í þeim hlutverkum sem tvíkynjakerfið hafi útdeilt þeim. Þess vegna sé það enn sem komið er algengara að ungt fólk komi úr skápnum sem kynsegin því eldra fólkið hafi aldrei haft það rými sem er nauðsynlegt til að átta sig á kynseginleika sínum. Mars hefur einmitt sagt að aktívismi háns sé sprottinn út frá eigin reynslu þegar hán var sjálft að átta sig á þessum hlutum en hafði engar fyrirmyndir til að spegla sig í. Þess vegna vill hán vera opið með sína reynslu þannig að yngri krakkar geti séð að það er alveg í boði líka að vera kynsegin og að þau geti fengið að vera þau sjálf óháð því hvernig kynfæri þau eru með. Því Mars telur að börnum sé allt of mikið innrætt að vera annað hvort strákar eða stelpur strax frá fæðingu. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Hinsegin Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Fleiri fréttir Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Sjá meira