Enski boltinn

Tuchel: Við þurfum nokkurra daga frí

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Thomas Tuchel segir að sínir menn þurfi að fá nokkra daga í frí til að ná sér upp úr slæmu gengi.
Thomas Tuchel segir að sínir menn þurfi að fá nokkra daga í frí til að ná sér upp úr slæmu gengi. Catherine Ivill/Getty Images

Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, segir að sínir menn hafi virkað þreyttir í 1-1 jafntefli liðsins gegn Brighton í kvöld og að þeir þurfi á fríi að halda.

„Við virtumst þreyttir, og við erum það,“ sagði Tuchel eftir jafnteflið í kvöld. „Við vissum að þeir kæmu vel undirbúnir í kvöld og að þeir hefðu haft meiri tíma til að undirbúa sig. Við sáum það líka í lokin að allir á vellinum fögnuðu eins og þeir hefðu unnið leikinn.“

„Við reyndum allt, en maður gat séð að við værum þreyttir bæði á líkama og sál. Við þurfum nokkurra daga frí. Strákarnir þurfa að fá hvíld, það er engin önnur lausn.“

Þrátt fyrir að hafa áhyggjur af líkamlegu formi sinna manna hrósaði Tuchel andsætðingum kvöldsins einnig fyrir sína frammistöðu.

„Ég hef ekki séð mörg lið stjórna Brighton í 90 mínútur. Þeir eru hugrakkir í sínum aðgerðum og sækja á mörgum mönnum til að reyna að skapa færi. Auðvitað hefði verið hægt að fá hálffæri og koma inn öðru marki til að vinna leikinn og það er það sem við myndum vanalega gera. En eins og staðan er núna er erfitt að vera of harður við leikmennina þar sem ég veit hvað hefur gengið á.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.