Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Edda Andrésdóttir segir fréttir klukkan 18:30.
Edda Andrésdóttir segir fréttir klukkan 18:30. Stöð 2

Landspítalinn telur tímabært að fara að endurskoða viðbragð sitt í heimsfaraldrinum með tilliti til vægari veikinda. Vatnaskil hafi orðið og því komi til greina að fækka fjölda starfsmanna á hvern Covid-sjúkling. Þá sé ástæða til að íhuga að létta á sóttvarnaaðgerðum.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Um helmingur þeirra sem greinast með Covid 19 eru börn á grunn- og leikskólaaldri og ríflega fimm þúsund börn í Reykjavík voru fjarverandi úr skóla í gær. Skólastjóri hefur áhyggjur af tíundu bekkingum og þeim áhrifum sem skert skólahald gæti haft á þá. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum og rætt við umboðsmann barna í beinni útsendingu en embættinu hefur borist fjöldi ábendinga um rétt barna sem sæta sóttkví eða einangrun til menntunar.

Þá verðum við einnig í beinni útsendingu frá Alþingi þar sem tekist hefur verið á um stöðuna í heilbrigðiskerfinu í dag og fylgjumst áfram með stöðunni á Tonga. Á nýjum myndum sést að eyríkið er þakið ösku.

Við ræðum einnig við formann umhverfis- og samgönguráðs borgarinnar um gagnrýni Sjálfstæðismanna á þéttingu í borginni – sem er sögð til marks um málefnaþurrð og kynnum okkur breyttar venjur á þorranum í ljósi samkomutakmarkana.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.