Innlent

Fleiri teknir inn í hjúkrun í Háskóla Íslands

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Það hefur mikið mætt á heilbrigðisstarfsfólki og vöntun á hjúkrunarfræðingum í heilbrigðiskerfinu.
Það hefur mikið mætt á heilbrigðisstarfsfólki og vöntun á hjúkrunarfræðingum í heilbrigðiskerfinu.

Allir þeir sem náðu tilskilinni einkunn í samkeppnisprófum í hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands komast inn í námið. Til stóð að hleypa 122 nemendum í gegn en þeir verða 127.

Frá þessu er greint í Morgunblaðinu en ástæða þess að fleirum er hleypt að en ella er ákall heilbrigðisráðuneytisins og Landspítala um að fleirum sé hleypt inn í hjúkrunardeildirnar sem starfræktar eru við HÍ og Háskólann á Akureyri.

Haft er eftir Ingu Þórsdóttur, forseta heilbrigðisvísindasviðs HÍ, að háskólinn sé reiðubúinn til að fjölga hjúkrunarfræðinemum en honum séu takmörk sett af klínískum plássum, til dæmis á Landspítalanum. 

Nú hafi spítalinn hins vegar ákveðið að fjölga plássunum og því hafi verið ákveðið að hleypa fleirum inn.

Alls komust 75 í gegnum svokallaðan „klásus“ á Akureyri. Fjórir til viðbótar náðu tilskilinni einkunn en ákvörðun um hvor þeim verður hleypt í gegn verður tekin í dag.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.