Vindlar, inniskór og Tekinn á DVD meðal vinninga sem Steindi tók úr geymslunni heima Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. janúar 2022 23:32 Steindi fann Tekinn á DVD í geymslunni heima og ákvað að gefa hann í bingóinu í kvöld. Vísir Í tíu manna samkomubanni getur verið erfitt að skemmta sér þegar krám og skemmtistöðum hefur verið lokað og leikhúsin í biðstöðu. Það var þó nóg um að vera í kvöld en Auðunn Blöndal og Steindi Jr. stjórnuðu nýársbingói FM95BLÖ sem var sýnt í beinni á Vísi og Stöð 2 Vísi. Auðunn og Steindi fóru yfir hvað væri í vændum í kvöldfréttum Stöðvar 2 og fóru á kostum. Steindi byrjaði á því að taka fram að hann vissi ekki mikið um hvað fælist í bingóinu, enda hafi hann aldrei áður stjórnað bingói. Hann sagðist þó stóla á sérfræðiþekkingu Auðunns, sem hafi stjórnað bingói áður. „Þú verður að fara að hætta að tala eins og ég sé með einhverja geggjaða bingóreynslu,“ sagði Auðunn þá og Steindi benti honum á að hann hafi jú, stjórnað bingói einu sinni áður. „Já, en það var ekki í beinni útsendingu fyrir framan allt landið,“ svaraði þá Auðunn. Drengirnir höfðu tryggt bingóþátttakendum frábærum vinningum, allt frá 100 þúsund króna gjafabréfi hjá Icelandair, yfir í úlpu frá 66°N og Samsung síma. Þeir voru þó nokkrir sem voru ekki jafn hefðbundnir. „Ég hélt stundum tombólu sem krakki og þegar kom eitthvað geggjað hirti ég það stundum sjálfur. Ég setti það ekki á tombóluna. Þetta minnti mig á það því mig langar eiginlega að eiga alla vinningana sjálfur,“ sagði Auðunn. „En ég er ekki að fara að gera það.“ Við þetta greip Steindi inn í og sýndi fréttamanni nokkra vinninga sem hann hafði komið með að heiman, fyrir þá sem kannski ekkert ynnu. Vinninga, sem hann hafði fundið við tiltekt í geymslunni. „Ég fór í geymsluna heima og fann Scream 4 á Blueray og Independence Day. Þetta eru svona aukavinningar,“ sagði Steindi og dró svo upp DVD-diskinn Tekinn, samansafn af þáttunum þar sem Auðunn hrekkti fræga einstaklinga með falinni myndavél. „Kostaði hann 500 kall? Djöfulli er það lítið,“ sagði Auðunn áður en Steindi dró upp vindlapakka sem hann hafði keypt á Tenerife fyrir nokkrum árum og inniskó. Hægt er að horfa á bingóið í spilaranum hér að neðan: FM95BLÖ Tengdar fréttir Jóhanna Guðrún flytur Is It True? Tónlistarkonan Jóhanna Guðrún var ein gesta Auðuns Blöndal og Steinþórs Hróars Steinþórssonar í nýársbingói FM95BLÖ, sem var streymt á Vísi og Stöð 2 Vísi í kvöld. 15. janúar 2022 23:12 Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Fleiri fréttir Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Sjá meira
Auðunn og Steindi fóru yfir hvað væri í vændum í kvöldfréttum Stöðvar 2 og fóru á kostum. Steindi byrjaði á því að taka fram að hann vissi ekki mikið um hvað fælist í bingóinu, enda hafi hann aldrei áður stjórnað bingói. Hann sagðist þó stóla á sérfræðiþekkingu Auðunns, sem hafi stjórnað bingói áður. „Þú verður að fara að hætta að tala eins og ég sé með einhverja geggjaða bingóreynslu,“ sagði Auðunn þá og Steindi benti honum á að hann hafi jú, stjórnað bingói einu sinni áður. „Já, en það var ekki í beinni útsendingu fyrir framan allt landið,“ svaraði þá Auðunn. Drengirnir höfðu tryggt bingóþátttakendum frábærum vinningum, allt frá 100 þúsund króna gjafabréfi hjá Icelandair, yfir í úlpu frá 66°N og Samsung síma. Þeir voru þó nokkrir sem voru ekki jafn hefðbundnir. „Ég hélt stundum tombólu sem krakki og þegar kom eitthvað geggjað hirti ég það stundum sjálfur. Ég setti það ekki á tombóluna. Þetta minnti mig á það því mig langar eiginlega að eiga alla vinningana sjálfur,“ sagði Auðunn. „En ég er ekki að fara að gera það.“ Við þetta greip Steindi inn í og sýndi fréttamanni nokkra vinninga sem hann hafði komið með að heiman, fyrir þá sem kannski ekkert ynnu. Vinninga, sem hann hafði fundið við tiltekt í geymslunni. „Ég fór í geymsluna heima og fann Scream 4 á Blueray og Independence Day. Þetta eru svona aukavinningar,“ sagði Steindi og dró svo upp DVD-diskinn Tekinn, samansafn af þáttunum þar sem Auðunn hrekkti fræga einstaklinga með falinni myndavél. „Kostaði hann 500 kall? Djöfulli er það lítið,“ sagði Auðunn áður en Steindi dró upp vindlapakka sem hann hafði keypt á Tenerife fyrir nokkrum árum og inniskó. Hægt er að horfa á bingóið í spilaranum hér að neðan:
FM95BLÖ Tengdar fréttir Jóhanna Guðrún flytur Is It True? Tónlistarkonan Jóhanna Guðrún var ein gesta Auðuns Blöndal og Steinþórs Hróars Steinþórssonar í nýársbingói FM95BLÖ, sem var streymt á Vísi og Stöð 2 Vísi í kvöld. 15. janúar 2022 23:12 Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Fleiri fréttir Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Sjá meira
Jóhanna Guðrún flytur Is It True? Tónlistarkonan Jóhanna Guðrún var ein gesta Auðuns Blöndal og Steinþórs Hróars Steinþórssonar í nýársbingói FM95BLÖ, sem var streymt á Vísi og Stöð 2 Vísi í kvöld. 15. janúar 2022 23:12