Verkfall væri sérkennilegt útspil kennara í heimsfaraldri Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 13. janúar 2022 20:01 Aldís Hafsteinsdóttir áttar sig ekki almennilega á afstöðu kennara. vísir/magnús hlynur Grunnskólakennarar kolfelldu nýjan kjarasamning við sveitarfélögin í dag. Deilan fer nú aftur til ríkissáttasemjara sem gæti reynst erfitt að greiða úr málinu. Formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS) er undrandi yfir málinu. Grunnskólakennarar hafa í langflestum tilvikum við kjaraviðræður síðustu ára fellt kjarasamning sem samninganefnd félagsins hafði undirritað á einhverjum tímapunkti viðræðnanna. Atkvæðagreiðslan sem hefur staðið yfir í viku var niðurstaðan sannarlega afgerandi. Aðeins fjórðungur þeirra sem greiddu atkvæði vildu samþykkja samningin en tæp 74 prósent kennara höfnuðu honum. Samningurinn byggir á lífskjarasamningunum, með sambærilegum launahækkunum og eru boðaðar í honum. Buðu eins vel og þau gátu innan lífskjarasamnings Samtök íslenskra sveitarfélaga furða sig á þessari niðurstöðu. „Og þegar kjarasamningar eru undirritaðir þá á maður náttúrulega von á að um samninginn ríki sátt og ánægja og að samninganefndir beggja vegna tali fyrir því að hann verði samþykktur. Mér finnst þetta sérkennilegt. Samningurinn er felldur með mjög miklum mun sem kemur okkur á óvart,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, formaður stjórnar SÍS. Næstu skref eru að setjast niður hjá ríkissáttasemjara til að finna sameiginlega lausn á málinu en ljóst er að það gæti orðið strembið. „Við áttum okkur ekki alveg á því hvað það var þarna sem út af stóð. Við buðum eins vel og við gátum. Við skrifuðum þarna undir samning sem byggði á ákvæði lífskjarasamningsins sem að allar aðrar starfsstéttir í landinu hafa fengið,“ segir Aldís. Það er nú Félags grunnskólakennara að átta sig á því hvort einhverja leið að samningi sé að finna. Annars gætu félagsmenn viljað kjósa um mögulegt verkfall. Aldís vonar auðvitað að til þess komi ekki. „Ég held að ég sé ekki ein um þá skoðun að finnast ástandið í samfélaginu - við erum á neyðarstigi Almannavarna í verstu efnahagslægð sögunnar. Það er heimsfaraldur inflúensu. Og það væri afar sérkennilegt útspil svo ekki væri dýpra í árina tekið að kalla fólk í verkfall núna.“ Grunnskólar Kjaramál Sveitarstjórnarmál Skóla - og menntamál Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Grunnskólakennarar hafa í langflestum tilvikum við kjaraviðræður síðustu ára fellt kjarasamning sem samninganefnd félagsins hafði undirritað á einhverjum tímapunkti viðræðnanna. Atkvæðagreiðslan sem hefur staðið yfir í viku var niðurstaðan sannarlega afgerandi. Aðeins fjórðungur þeirra sem greiddu atkvæði vildu samþykkja samningin en tæp 74 prósent kennara höfnuðu honum. Samningurinn byggir á lífskjarasamningunum, með sambærilegum launahækkunum og eru boðaðar í honum. Buðu eins vel og þau gátu innan lífskjarasamnings Samtök íslenskra sveitarfélaga furða sig á þessari niðurstöðu. „Og þegar kjarasamningar eru undirritaðir þá á maður náttúrulega von á að um samninginn ríki sátt og ánægja og að samninganefndir beggja vegna tali fyrir því að hann verði samþykktur. Mér finnst þetta sérkennilegt. Samningurinn er felldur með mjög miklum mun sem kemur okkur á óvart,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, formaður stjórnar SÍS. Næstu skref eru að setjast niður hjá ríkissáttasemjara til að finna sameiginlega lausn á málinu en ljóst er að það gæti orðið strembið. „Við áttum okkur ekki alveg á því hvað það var þarna sem út af stóð. Við buðum eins vel og við gátum. Við skrifuðum þarna undir samning sem byggði á ákvæði lífskjarasamningsins sem að allar aðrar starfsstéttir í landinu hafa fengið,“ segir Aldís. Það er nú Félags grunnskólakennara að átta sig á því hvort einhverja leið að samningi sé að finna. Annars gætu félagsmenn viljað kjósa um mögulegt verkfall. Aldís vonar auðvitað að til þess komi ekki. „Ég held að ég sé ekki ein um þá skoðun að finnast ástandið í samfélaginu - við erum á neyðarstigi Almannavarna í verstu efnahagslægð sögunnar. Það er heimsfaraldur inflúensu. Og það væri afar sérkennilegt útspil svo ekki væri dýpra í árina tekið að kalla fólk í verkfall núna.“
Grunnskólar Kjaramál Sveitarstjórnarmál Skóla - og menntamál Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent