Lífið

Komst ekki upp með það að fela draslið í bílskúrnum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Elma fór á kostum í Heimsókn á Stöð 2 í gær.
Elma fór á kostum í Heimsókn á Stöð 2 í gær.

Elma Björk Bjartmarsdóttir býr í Kópavoginum ásamt eiginmanni sínum og þremur börnum. Sindri Sindrason leit við hjá henni í Heimsókn á Stöð 2 í gær.

Elma er dóttir tónlistarmannsins Bjartmars Guðlaugssonar. Þau hjónin fjárfestu í eigninni árið 2018 og tóku mikið í gegn þegar þau flutti inn.

Baðherbergin í húsinu eru tvö og einstaklega falleg. Húsið er 224 fermetrar að stærð og hannaði innanhúshönnuðurinn Sæja stóran hluta af eigninni í samstarfi með Elmu. Húsið er einstaklega vel heppnað og fallegt. 

Hér að neðan má sjá brot út þættinum í gær þar sem eitt baðherbergið var skoðað og einnig bílskúrinn. Elma var klók þegar kom að því að losa sig við allt drasl úr bílskúrnum og hélt að hún kæmist upp með það, en Sindri tekur eftur öllu.

Klippa: Komst ekki upp með það að fela draslið í bílskúrnumFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.