Lífið

Justin Timberlake og Jessica Biel seldu þakíbúðina í New York

Elísabet Hanna Maríudóttir skrifar
Justin Timberlake og Jessica Biel.
Justin Timberlake og Jessica Biel. Getty/ Rodin Eckenroth

Justin Timberlake og Jessica Biel seldu þakíbúðina sína í New York á dögunum. Íbúðin er staðsett á Tribeca svæðinu sem er eftirsóttur staður á Manhattan svæðinu. Hjónin eiga líka eignir í Los Angeles, Montana og Tennessee.

Íbúðin seldist á 29 milljónir dollara, eða um 3,7 milljarða króna. Upphaflega keyptu þau íbúðina fyrir fimm árum og græða þau umtalsverða summu á sölunni samkvæmt Wall Street Journal. Íbúðin samanstendur af fjórum svefnherbergjum og rúmlega fjórum baðherbergjum ásamt stofu og eldhúsi.

Í byggingunni sjálfri er einnig að finna sundlaug, ræktaraðstöðu, nuddherbergi, gufubað og stóra verönd á þakinu. Fleiri stórstjörnur sem hafa átt íbúð í byggingunni eru Harry Styles, Jennifer Lawrence, Taylor Swift, The Weeknd og hjónin Blake Lively og Ryan Reynolds.

Myndir af íbúðinni má sjá á vef E! News en einnig má sjá innlit í íbúðina í myndbandi New York Post hér fyrir neðan. 


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.