Lífið

Timberlake og aðrar stjörnur lýsa yfir stuðningi við Britney

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Timberlake og Spears fyrir Grammy-verðlaunin árið 2002.
Timberlake og Spears fyrir Grammy-verðlaunin árið 2002. Getty/Frank Micelotta

Margir þekktir einstaklingar hafa stigið fram á samfélagsmiðlum í kjölfar vitnisburðar tónlistarkonunnar Britney Spears í gær og lýst yfir stuðningi við hana.

Meðal þeirra er Justin Timberlake, fyrrverandi kærasti Spears, sem sagði á Twitter að óháð sögu þeirra, því góða og því slæma, þá væru þær aðstæður sem henni hefðu verið búnar óréttlætanlegar.

„Það á aldrei að halda neinum gegn vilja þeirra. Né eiga þeir að þurfa að biðja um leyfi til að njóta þess sem þeir hafa unnið fyrir,“ sagði hann meðal annars.

„Við elskum þig Britney!!! Vertu sterk,“ sagði poppdívan Mariah Carey.

Tónlistarkonan Halsey sagði öllum þeim að fokka sér sem vildu stjórna því hvort aðrir eignuðust börn eða ekki.

„Hættið að reyna að stjórna konum,“ tísti leikkonan Rose McGowan.

„Elsta brellan í reglubók feðraveldisins: Lýsið konu geðveika til að komast yfir eignir hennar,“ sagði tónlistarkonan Liz Phair um forsjárvald föður Spears.

„Pabbi hennar ætti að vera í fangelsi,“ tísti þáttastjórnandinn Meghan McCain.

„Við stöndum með Britney Spears og öllum konum sem sæta þvingunum hvað varðar yfirráð yfir eigin æxlunarfærum,“ sagði framkvæmdastjóri Planned Parenthood.


Tengdar fréttir

„Ég hef logið því að heiminum að allt sé í lagi og mér líði vel“

Brit­n­ey Spears tjáði sig í dag í fyrsta skipti opin­ber­lega um líf sitt undir á­kvörðunar­valdi föður síns frá því að hún var svipt sjálf­ræði árið 2008. Hún kom fyrir dómara í Los Angeles í dag í opnum réttarhöldum þar sem hún fer fram á að endur­heimta sjálf­ræði sitt.

Það var enginn með henni í liði

Heimildarmyndin Framing Britney Spears, sem kom út í síðasta mánuði, hefur beint kastljósinu að róstusömu, og oft og tíðum harmþrungnu, lífshlaupi söngkonunnar Britney Spears, sem hefur verið undir forræði föður síns síðan árið 2008. Mánuðina á undan hafði andlegri heilsu Britney hrakað verulega – nánast í beinni útsendingu í fjölmiðlum sem fylgdu henni hvert fótmál.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.