Alvarlegt að fyrirtækin geti ekki framleitt með verðin í hæstu hæðum Snorri Másson skrifar 11. janúar 2022 12:10 Hörður Arnarsson forstjóri Landsvirkjunar. Vísir Forstjóri Landsvirkjunar kveðst taka það alvarlega að verið sé að skerða afhendingu orku til fyrirtækja sem vildu gjarna vera að keyra á fullum afköstum. Þá þurfi að virkja meira. Staðan í vatnsbúskap Landsvirkjunar hefur ekki verið lakari í sjö ár. Það hefur einfaldlega ekki rignt nóg, og þar sem ekki ekki er nægt vatn í lónunum til að knýja virkjanir þarf Landsvirkjun að skerða raforku til stórnotenda, sem er mikið óyndisúrræði. „Þetta er náttúrulega staða sem við þekkjum að geti komið upp. Þegar maður rekur kerfi þar sem orkan er 100% endurnýjanleg er algerlega ljóst að það geta komið upp aðstæður eins og núna. Þetta er náttúrulega háð duttlungum náttúrunnar. En við tökum þetta mjög alvarlega og gerum okkur grein fyrir því að þetta er óhentugt fyrir okkar viðskiptavini. Þetta kemur náttúrulega ekki vel við þeirra rekstur, sérstaklega af því að álverð og kísilverð eru há núna og það myndi henta þeim að keyra á fullum afköstum,“ segir Hörður Arnarsson, forstjóri Landsvirkjunar. Byggja þurfi frekari virkjanir Staðan í orkubúskapnum sé til marks um að ef hér eigi að ráðast í orkuskipti, þurfi að virkja meira. „Þessi breytilegi vatnsbúskapur er hlutur sem við þekkjum alveg. En það sem ýkir áhrifin núna, þegar þetta er komið af fótum fram er að kerfið er fulllestað og hefur verið fulllestað alveg frá miðju síðasta ári. Og við erum að horfa á áframhaldandi vöxt vegna orkuskipta og áhugaverðra tækifæra í grænum iðnaði, eins og matvælaiðnaði og gagnaverum og öðru. Við þurfum að mæta þeirri auknu eftirspurn, annars lendum við í vandræðum með kerfið. Við þurfum að mæta henni með því að byggja frekari virkjanir og líka að hrinda í framkvæmd styrkingu á flutningskerfinu,“ segir Hörður. „Það byggir bara ekki á staðreyndum“ Landsvirkjun er með virkjanamöguleika á teikniborðinu, Hvammsvirkjun í Þjórsárdal, stækkun á Þeistareykjum og aðgerðir við Blönduveitu. Þá séu vindorkugarðar til skoðunar við Búrfell og Blöndu. „Það sem maður sér hjá ríkisstjórninni er þessi mikla áhersla á orkuskiptin. Og ég held að það sé mikill skilningur á því að hljóð og mynd þurfa að fara saman. Ef við ætlum að fara í þessi orkuskipti liggja fyrir greiningar sem sýna að það þarf umtalsvert magn af orku.“ Náttúruverndarsamtök á borð við Landvernd hafa sagt að ekki skorti orku í landinu; frekar eigi að vernda hálendi Íslands. Þar hafa samtökin bent á að 80% þeirrar raforku sem nú sé framleidd fari til stóriðju. Þá hefur stjórn Landverndar sagt að fara þurfi mjög varlega í uppbyggingu vindorkuvera og sagt að sitjandi ríkisstjórn sé að skipuleggja undanhald í verndun hálendis Íslands. Hvað segirðu við því sem einnig er haldið fram að það þurfi raunar ekkert að virkja hér heldur sé hægt að nota það sem við eigum þegar? „Það byggir bara ekki á staðreyndum. Kerfið er fullnýtt núna og það eru bara bindandi samningar um þá orku. Á sama tíma hefur samfélagið miklar væntingar um áframhaldandi þróun, sérstaklega í orkuskiptum. Það er ekki framkvæmanlegt nema það sé aukin orkuvinnsla,“ segir Hörður. Orkuskipti Orkumál Landsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Hver á að gæta íslenskrar náttúru? Í Kastljósi á mánudagskvöld sat forsætisráðherra nýrrar ríkisstjórnar fyrir svörum um nýjan stjórnarsáttmála. Hún var meðal annars spurð út í algjöra fjarveru náttúruverndar í sáttmálanum. Svör hennar voru mikil vonbrigði fyrir náttúruverndarfólk. 3. desember 2021 09:01 Sáttmálinn fellur í misgóðan jarðveg Það er mjög jákvætt að styrkja eigi þjóðarsjúkrahúsið segir forstjóri Landspítalans um nýjan stjórnarsáttmála. Framkvæmdastjóri Landverndar segir hins vegar náttúru Íslands fjarverandi í sáttmálanum. Formaður öryrkja ætlar að reyna að vera bjartsýnn. 29. nóvember 2021 19:02 Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Staðan í vatnsbúskap Landsvirkjunar hefur ekki verið lakari í sjö ár. Það hefur einfaldlega ekki rignt nóg, og þar sem ekki ekki er nægt vatn í lónunum til að knýja virkjanir þarf Landsvirkjun að skerða raforku til stórnotenda, sem er mikið óyndisúrræði. „Þetta er náttúrulega staða sem við þekkjum að geti komið upp. Þegar maður rekur kerfi þar sem orkan er 100% endurnýjanleg er algerlega ljóst að það geta komið upp aðstæður eins og núna. Þetta er náttúrulega háð duttlungum náttúrunnar. En við tökum þetta mjög alvarlega og gerum okkur grein fyrir því að þetta er óhentugt fyrir okkar viðskiptavini. Þetta kemur náttúrulega ekki vel við þeirra rekstur, sérstaklega af því að álverð og kísilverð eru há núna og það myndi henta þeim að keyra á fullum afköstum,“ segir Hörður Arnarsson, forstjóri Landsvirkjunar. Byggja þurfi frekari virkjanir Staðan í orkubúskapnum sé til marks um að ef hér eigi að ráðast í orkuskipti, þurfi að virkja meira. „Þessi breytilegi vatnsbúskapur er hlutur sem við þekkjum alveg. En það sem ýkir áhrifin núna, þegar þetta er komið af fótum fram er að kerfið er fulllestað og hefur verið fulllestað alveg frá miðju síðasta ári. Og við erum að horfa á áframhaldandi vöxt vegna orkuskipta og áhugaverðra tækifæra í grænum iðnaði, eins og matvælaiðnaði og gagnaverum og öðru. Við þurfum að mæta þeirri auknu eftirspurn, annars lendum við í vandræðum með kerfið. Við þurfum að mæta henni með því að byggja frekari virkjanir og líka að hrinda í framkvæmd styrkingu á flutningskerfinu,“ segir Hörður. „Það byggir bara ekki á staðreyndum“ Landsvirkjun er með virkjanamöguleika á teikniborðinu, Hvammsvirkjun í Þjórsárdal, stækkun á Þeistareykjum og aðgerðir við Blönduveitu. Þá séu vindorkugarðar til skoðunar við Búrfell og Blöndu. „Það sem maður sér hjá ríkisstjórninni er þessi mikla áhersla á orkuskiptin. Og ég held að það sé mikill skilningur á því að hljóð og mynd þurfa að fara saman. Ef við ætlum að fara í þessi orkuskipti liggja fyrir greiningar sem sýna að það þarf umtalsvert magn af orku.“ Náttúruverndarsamtök á borð við Landvernd hafa sagt að ekki skorti orku í landinu; frekar eigi að vernda hálendi Íslands. Þar hafa samtökin bent á að 80% þeirrar raforku sem nú sé framleidd fari til stóriðju. Þá hefur stjórn Landverndar sagt að fara þurfi mjög varlega í uppbyggingu vindorkuvera og sagt að sitjandi ríkisstjórn sé að skipuleggja undanhald í verndun hálendis Íslands. Hvað segirðu við því sem einnig er haldið fram að það þurfi raunar ekkert að virkja hér heldur sé hægt að nota það sem við eigum þegar? „Það byggir bara ekki á staðreyndum. Kerfið er fullnýtt núna og það eru bara bindandi samningar um þá orku. Á sama tíma hefur samfélagið miklar væntingar um áframhaldandi þróun, sérstaklega í orkuskiptum. Það er ekki framkvæmanlegt nema það sé aukin orkuvinnsla,“ segir Hörður.
Orkuskipti Orkumál Landsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Hver á að gæta íslenskrar náttúru? Í Kastljósi á mánudagskvöld sat forsætisráðherra nýrrar ríkisstjórnar fyrir svörum um nýjan stjórnarsáttmála. Hún var meðal annars spurð út í algjöra fjarveru náttúruverndar í sáttmálanum. Svör hennar voru mikil vonbrigði fyrir náttúruverndarfólk. 3. desember 2021 09:01 Sáttmálinn fellur í misgóðan jarðveg Það er mjög jákvætt að styrkja eigi þjóðarsjúkrahúsið segir forstjóri Landspítalans um nýjan stjórnarsáttmála. Framkvæmdastjóri Landverndar segir hins vegar náttúru Íslands fjarverandi í sáttmálanum. Formaður öryrkja ætlar að reyna að vera bjartsýnn. 29. nóvember 2021 19:02 Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Hver á að gæta íslenskrar náttúru? Í Kastljósi á mánudagskvöld sat forsætisráðherra nýrrar ríkisstjórnar fyrir svörum um nýjan stjórnarsáttmála. Hún var meðal annars spurð út í algjöra fjarveru náttúruverndar í sáttmálanum. Svör hennar voru mikil vonbrigði fyrir náttúruverndarfólk. 3. desember 2021 09:01
Sáttmálinn fellur í misgóðan jarðveg Það er mjög jákvætt að styrkja eigi þjóðarsjúkrahúsið segir forstjóri Landspítalans um nýjan stjórnarsáttmála. Framkvæmdastjóri Landverndar segir hins vegar náttúru Íslands fjarverandi í sáttmálanum. Formaður öryrkja ætlar að reyna að vera bjartsýnn. 29. nóvember 2021 19:02