Lífið

Herra Hnetu­smjör rifjaði upp spreytakta með ó­borgan­legum af­leiðingum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Herra Hnetusmjör fór á kostum með brúsann.
Herra Hnetusmjör fór á kostum með brúsann.

Eva Laufey fékk til sín tvo gesti í þáttinn Blindur bakstur á Stöð 2 í gærkvöld en þá mættu tónlistarmennirnir Birgitta Haukdal og Herra Hnetusmjör. Verkefnið var að baka Barbie köku.

Þau eru ekki beint meistarakokkar og sást það þegar Herra Hnetusmjör spreyjaði feiti út um allt og upp í loftið. Það gerði hann til að rifja upp gamla takta í graffinu.

Það fór ekki betur en svo að gólfið var allt gríðarlega sleipt og stóð rapparinn varla í lappirnar eftir atvikið sem sjá má hér að neðan.

Klippa: Herra Hnetu­smjör rifjaði upp spreytakta með ó­borgan­legum af­leiðingumFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.