Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Edda Andrésdóttir les fréttir í kvöld.
Edda Andrésdóttir les fréttir í kvöld.

Neyðarstigi almannavarna verður lýst yfir á þriðjudag vegna sívaxandi álags á heilbrigðiskerfið, í annað sinn frá upphafi faraldurs. Við ræðum við yfirlögregluþjón hjá almannavörnum og heilbrigðisráðherra um stöðu mála í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.

Þá ræðum við einnig við lækni á Landspítala, sem jafnframt er fyrrverandi yfirmaður Covid-göngudeildar, sem telur að PCR-sýnatökur skili ekki tilætluðum árangri. Hann segir að betur færi á annarri nálgun í baráttu við breyttan faraldur.

Kona í Grindavík sem varð fyrir gríðarlegu tjóni í óveðri í vikunni kvíðir stormi sem skellur á nær allt landið í kvöld og í nótt. Hún mun fara fram á það við bæjaryfirvöld að nýr varnarveggur verði reistur.

Þá kynnum við okkur eina skærustu stjörnu Sílíkondals, sem var sakfelld fyrir fjársvik í vikunni. Hún gæti átt yfir höfði sér áttatíu ára dóm. Ekki missa af kvöldfréttum Stöðvar 2 í beinni útsendingu á slaginu 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×