Innlent

1.044 greindust með kórónu­veiruna innan­­lands í gær

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Margir hafa lagt leið sína í sýnatöku á Suðurlandsbraut.
Margir hafa lagt leið sína í sýnatöku á Suðurlandsbraut. Vísir/Vilhelm

Í gær greindust 1.044 einstaklingar smitaðir af Covid-19 innanlands í gær og 198 á landamærunum. Það gera 1.242 í heildina.

Í dag eru 10.881 í einangrun og 9.123 í sóttkví. 38 sjúklingar liggja nú á Landspítala með Covid. Átta eru á gjörgæslu og sex þeirra eru í öndunarvél. Sex eru óbólusettir og tveir bólusettir.

Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum sem Almannavarnir sendu á fjölmiðla nú rétt í þessu. Af þeim sem greindust innanlands voru 463 í sóttkví eða um 44 prósent.

Fjöldi tekinna sýna og önnur nánari tölfræði um framgang faraldursins verða næst uppfærð á mánudaginn og birtast á Covid.is, að því er fram kemur í skeyti Almannavarna.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.