Innlent

Rafmagn komið aftur á í mið­borginni

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Rafmagnslaust er í miðbæ Reykjavíkur.
Rafmagnslaust er í miðbæ Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm

Rafmagnslaust var víða í miðborg Reykjavíkur vegna háspennubilunar. Rafmagnsleysið náði meðal annars til Mýrargötu, Geirsgötu, Tryggvagötu, Pósthússtrætis, Hafnarstrætis og Austurstrætis auk einhverra gatna í kring. Tilkynnt var um rafmagnsleysið klukkan 20.45 á vef Veitna.

Samkvæmt upplýsingum frá Veitum er unnið að viðgerð og vonir eru bundnar við að rafmagni verði komið aftur á innan skamms. Fréttamaður Vísis er staddur í miðborg Reykjavíkur og segir að nokkuð drungalegt sé yfir.

Veitur benda borgarbúum á að slökkva á rafmagnstækjum sem geta valdið tjóni þegar rafmagn kemur á að nýju.

Fréttin hefur verið uppfærð.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.