Lífið

Tara Sif fékk bónorð á Kistufelli við sólsetur

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Tara Sif hefur birt myndir og myndbönd frá bónorðinu á Instagram.
Tara Sif hefur birt myndir og myndbönd frá bónorðinu á Instagram. Samsett/Instagram

Dansarinn og fasteignasalinn Tara Sif Birgisdóttir fékk óvænt bónorð á toppi Kistufells á Esjunni á dögunum. Sambýlismaður hennar, lögfræðingurinn Elfar Elí Schweitz Jakobsson, fór með hana í óvænt þyrluflug sem endaði á bónorði við sólsetrið.

Parið skálaði svo í fallegri birtunni á Kistufelli.  Tara Sif birti myndband af þessari rómantísku þyrluferð og má sjá það á Instagram síðunni hennar.  Tara Sif er vinsæl á samfélagsmiðlinum en samhliða fasteignasalastarfinu vinnur hún sem dansari, danskennari og rekur viðburðarfyrirtækið So Festive.


Tengdar fréttir

Stjörnulífið: Náttfatapartý, sól og hamingja

Stjörnulífið er liður á Vísi en þar verður farið yfir það helsta sem þekktir Íslendingar hafa verið að gera undanfarna daga og jafnvel deila því með fylgjendum sínum.

Fékk bónorð á hlaupabrautinni

Keula Nidreia Pereira Semedo frá Grænhöfðaeyjum komst ekki í undanúrslit í 200 metra hlaupi á Ólympíumóti fatlaðra í Tókýó. Hún fékk hins vegar bónorð strax eftir hlaupið í undanrásunum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.