Innlent

Sögu­leg undir­ritun kjara­samnings grunn­skóla­kennara

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Neðri röð; Karl Óttar Pétursson, lögfræðingur FG, Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður FG, Jens Guðjón Einarsson. Aftari röð: Silja Kristjánsdóttir og Hreiðar Oddsson. Myndin var tekin í Karphúsinu og fengin af vef Kennarasambands Íslands.
Neðri röð; Karl Óttar Pétursson, lögfræðingur FG, Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður FG, Jens Guðjón Einarsson. Aftari röð: Silja Kristjánsdóttir og Hreiðar Oddsson. Myndin var tekin í Karphúsinu og fengin af vef Kennarasambands Íslands. Kennarasamband Íslands

Nýr kjarasamningur Félags grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga var undirritaður hjá embætti ríkissáttasemjara í gær. Þetta er í fyrsta skipti í sögu félagsins sem ritað er undir kjarasamning grunnskólakennara áður en gildandi samningur rennur út. 

Í fréttatilkynningu frá Félagi grunnskólakennara og Sambandi íslenskra sveitarfélaga segir að samningurinn taki gildi strax á nýju ári og gildir til 31. mars 2023. Næsta skref sé að kynna grunnskólakennurum samninginn en niðurstaða atkvæðagreiðslu félagsmanna mun liggja fyrir þann 14. janúar á nýju ári.

Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður Félags grunnskólakennara, segir að koma eigi eftir í ljós hvort félagsmenn verði sáttir: „Nú á eftir að bera þetta undir félagsmenn og félagsmenn eiga eftir að skoða þetta, en það verður gert þann 14. janúar næstkomandi,“ segir Þorgerður og bætir við að reynt hafi verið eftir fremsta megni að búa svo um hnútana að allir gangi sáttir frá borði.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.