Í fréttatilkynningu frá Félagi grunnskólakennara og Sambandi íslenskra sveitarfélaga segir að samningurinn taki gildi strax á nýju ári og gildir til 31. mars 2023. Næsta skref sé að kynna grunnskólakennurum samninginn en niðurstaða atkvæðagreiðslu félagsmanna mun liggja fyrir þann 14. janúar á nýju ári.
Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður Félags grunnskólakennara, segir að koma eigi eftir í ljós hvort félagsmenn verði sáttir: „Nú á eftir að bera þetta undir félagsmenn og félagsmenn eiga eftir að skoða þetta, en það verður gert þann 14. janúar næstkomandi,“ segir Þorgerður og bætir við að reynt hafi verið eftir fremsta megni að búa svo um hnútana að allir gangi sáttir frá borði.