Innlent

Margverðlaunað jólahús á Selfossi

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Jólahúsið við Austurveg á Selfossi, sem er alltaf jafn glæsilegt um jólin. Í húsinu búa þau Sólveig Ósk Hallgrímsdóttir og Gísli Þór Guðmundsson og fjölskylda.
Jólahúsið við Austurveg á Selfossi, sem er alltaf jafn glæsilegt um jólin. Í húsinu búa þau Sólveig Ósk Hallgrímsdóttir og Gísli Þór Guðmundsson og fjölskylda. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Eitt glæsilegasta jólahús landsins á Suðurlandi og þó víðar væri leitað stendur við þjóðveg númer eitt í gegnum Selfoss. Húsið er myndað í bak og fyrir og þá hafa eigendur þess margneitað að taka á móti verðlaunum fyrir jólahúsið sitt.

Jólahúsið í jólabænum Selfossi stendur við aðalgötu bæjarins, Austurveginn, sem er hluti af þjóðvegi númer eitt. Í húsinu búa þau Sólveig Ósk Hallgrímsdóttir og Gísli Þór Guðmundsson. Á neðri hæðinni er Sólveig með hársnyrtistofuna Mensý. Húsið vekur alltaf mikla athygli vegfarenda, sem fara fram hjá húsinu og margir stoppa til að taka myndir af því.

„Jú, jú, það eru alltaf einhverjir hérna fyrir utan, heilu rúturnar stundum. Mér finnst það allt í lagi, það er bara gaman að því,“ segir Sólveig.

Jólahúsið hefur líka vakið mikla athygli erlendis á sérstökum jólasíðum.

„Já, ég setti það að gamni inn á einhverja ameríska síðu. Það komu ansi mörg like þar, sem er mjög skemmtilegt. Ég vissi nú ekki þegar það var komið upp í 13 k hvað það þýddi og því fór ég að spyrja krakkana, ég held að það sé eitthvað 13 þúsund,“ segir Sólveig.

Sólveigu Ósk finnst ekkert athugavert þó fólk stoppi við jólahúsið og myndi það. "Það er bara gaman af því," segir hún.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Sólveig og Gísli hafa fengið fjölmörg verðlaun fyrir húsið sitt í gegnum árin þegar jólaskreytingasamkeppnir eru annars vegar.

„Já bara afþakkaði þau, leyft fleirum að njóta, það er skemmtilegra. Ég hef ekki hugmynd um hvaða jólaperurnar á húsinu eru margar, ég ætla ekki að reyna að telja þær,“ segir Sólveig hlægjandi.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.