Innlent

Bleyta „heilu bækurnar“ í spice til að koma þeim inn

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Jón Þór segir meðferð í fangelsi þar sem neysla er mikil eins og að vera með edrúborð á bar.
Jón Þór segir meðferð í fangelsi þar sem neysla er mikil eins og að vera með edrúborð á bar. Vísir/Vilhelm

Fangelsismálayfirvöld hafa gert pappír sem fangar fá sendan upptækan og látið efnagreina hann. Ástæðan er sú að borið hefur á því að fíkniefnið spice sé leyst upp í vökva og pappír bleyttur í vökvanum.

Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag en um er að ræða aðferð sem hefur löngum verið notuð til að smygla LSD.

„Við höfum gert upptækar skýrslur sem fangar fá sendar og við efnagreiningu kemur í ljós að hvert einasta blað er bleytt í spice,“ er haft eftir Jóni Þóri Kvaran, meðferðarfulltrúa á Litla-Hrauni. „Stundum heilu bækurnar,“ bætir hann við.

Jón Þór segir neyslu í fangelsum ganga út á notkun efna sem erfitt sé að finna. Sumir sem sitja inni verði virkir þátttakendur í dreifingu efna þegar þeir losna. Hann segir fólk skiptast í tvo hópa þegar kemur að spice; sumir prófi og þyki ekki mikið varið í efnið en aðrir verði „helsjúkir“ í það.

„Fyrir þá einstaklinga sem raunverulega vilja komast frá þessu höfum við oft þurft að aðskilja þá frá fangahópnum, til dæmis koma þeim í annað hús í afeitrun áður en þeir geta farið á meðferðargang.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×