Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Edda Andrésdóttir les fréttirnar í kvöld, eins og henni einni er lagið.
Edda Andrésdóttir les fréttirnar í kvöld, eins og henni einni er lagið. vísir

Í kvöldfréttum Stöðvar tvö greinum við frá neyðarástandi sem lýst var yfir á Landspítalanum í dag vegna mikilla forfalla starfsmanna spítalans. Þá náði Ísland þeim vafasama heiðri í dag að hvergi er nýgengni smitaðra meiri í Evrópu en hér á landi. 

Tumi Guðmundsson telur líklegt að það fara að gjósa við Fagradalsfjall á næstu dögum vegna þess að aðsteymi kviku sé nú orðið jafn mikið og fyrir gosið í mars. 

Umtalsvert fleiri farþegar fóru um Keflavíkurfugvöll á þessu ári en í fyrra. Fjöldinn er þó langt frá því sem hann var árið 2019. 

Við heyrum í tólf ára söngkonu á Selfossi sem þrátt fyrir ungan aldur hefur sungið í kórum í fimm ár og er fengin til að syngja við ýmis tækifæri. 

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×