Enski boltinn

Hamrarnir upp í fimmta sæti þrátt fyrir kjaftshögg

Sindri Sverrisson skrifar
Said Benrahma kom West Ham í 2-1 um miðjan fyrri hálfleik.
Said Benrahma kom West Ham í 2-1 um miðjan fyrri hálfleik. AP/David Cliff

West Ham vann flottan útsigur gegn Watford, 4-1, og Crystal Palace vann Norwich 3-0 þar sem öll mörkin komu í fyrri hálfleik, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

West Ham vann flottan útsigur gegn Watford, 4-1, og Crystal Palace vann Norwich 3-0 þar sem öll mörkin komu í fyrri hálfleik, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Nígeríumaðurinn Emmanuel Dennis hélt áfram að búa til mörk fyrir Watford og kom liðinu yfir strax á 4. mínútu gegn West Ham. Það dugði þó skammt. 

Tomas Soucek og Said Benrahma skoruðu með tveggja mínútna millibili eftir tæplega hálftíma leik og komu gestunum yfir. Mark Noble skoraði úr vítaspyrnu á 58. mínútu og Nikola Vlasic gerði síðasta markið í uppbótartíma.

West Ham komst þar með upp fyrir Tottenham, sem þó á tvo leiki til góða, og eru Hamrarnir nú með 31 stig í 5. sæti, eftir 19 leiki. Watford er við fallsvæðið, með aðeins 13 stig í 17. sæti.

Crystal Palace gat leyft sér að hvíla Conor Gallagher gegn botnliði Norwich en vann samt 3-0. Odsonne Édouard kom að öllum mörkunum en hann skoraði það fyrsta úr víti og lagði upp hin tvö fyrir Jean-Philippe Mateta og Jeff Schlupp.

Palace er nú í 9. sæti með 23 stig en Norwich áfram á botninu með aðeins 10 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×