Glæsilegt jólahús í Garðinum með þúsundum jólasveina Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. desember 2021 20:05 Jólahjónin í Garðinum, Erla Vigdís Óskarsdóttir og Jónatan Ingimarsson. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það tók hjón í Garðinum í Suðurnesjabæ einn mánuð að koma jólaskrautinu sínu upp í húsi þeirra en þar eru þúsundir jólasveina og annað jólaskraut inni í húsinu. Þegar húsbóndinn klappar lófunum þá fer hluti af skrautinu í gang. Það eru ótrúlega mörg falleg jólahús á Íslandi en það er eitt í Garðinum í Suðurnesjabæ, sem er áberandi fallegt, sérstaklega þegar inn er komið Það lætur ekki mikið yfir sér að utan húsið við Gauksstaðaveg 2, jú aðeins jólaskreytt að utan, en þegar komið er inn, maður minn, þar eru allar vistaverur heimilisins meira og minna fullar af alls konar jólaskrauti. Það eru hjónin Erla Vigdís og Jónatan, sem eiga heiðurinn af jólahúsinu, enda bæði mikil jólabörn. Það tekur þau um mánuð að setja upp allt jólaskrautið fyrir hver jól en allt er komið á sinn stað á fyrsta í aðventu. En hvar hafa þau fengið allt jólaskrautið? „Ég kom með eitthvað, hann átti eitthvað og svo af nytjamörkuðum og svona, við höfum verið dugleg í því,“ segir Erla Vigdís og Jónatan bætir við. „Mikið af þessu hefur verið bilað og ég hef þá bara gert við það og svo er fólk að koma með skraut, það hangir kannski á hurðarhúninum þegar við komum heim, það er kannski eitthvað gamalt jóladót, sem fólk vill gefa okkur.“ Hjónin segja barnabörnin sín og aðra gesti, sem koma inn á heimilið oft verða agndofa þegar það sér jólahúsið og allt skrautið upp um alla veggi og í öllum hillum. Allar hillur og skúmaskot í húsinu eru fullar af jólaskrauti.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við erum mjög ánægð með þetta. Á meðan við höfum gaman af þessu þá er þetta í lagi, maður þarf að vera dálítið skrýtin líka, já léttgeggjaður, við erum það,“ segja þau og skellihlæja. „Þetta gefur okkur alveg helling, það er gaman að fá krakkana í heimsókn og skoða og svo er fólk að koma hérna mikið í götuna, keyra fram hjá og skoða utandyra og vilja jafnvel fá að komast inn og skoða, það fær það yfirleitt. Við læstum ekkert, fólk er velkomið,“ segir Erla Vigdís. Hreyfanlegu brúðurnar upp í einum glugganum í Litla Garðshorni eins og húsið heitir, vekja alltaf mikla lukku og þá er gaman að sjá þegar Jónatan klappar saman höndunum inni, þá hljómar lag og það snjóar inn í einu húsinu, ótrúlegt en dagsatt. Húsið, sem heitir Litla Garðshorn stendur við Gauksstaðaveg 2 í Garðinum í Suðurnesjabæ.Magnús Hlynur Hreiðarsson Suðurnesjabær Jól Skreytum hús Jólaskraut Jólasveinar Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Það eru ótrúlega mörg falleg jólahús á Íslandi en það er eitt í Garðinum í Suðurnesjabæ, sem er áberandi fallegt, sérstaklega þegar inn er komið Það lætur ekki mikið yfir sér að utan húsið við Gauksstaðaveg 2, jú aðeins jólaskreytt að utan, en þegar komið er inn, maður minn, þar eru allar vistaverur heimilisins meira og minna fullar af alls konar jólaskrauti. Það eru hjónin Erla Vigdís og Jónatan, sem eiga heiðurinn af jólahúsinu, enda bæði mikil jólabörn. Það tekur þau um mánuð að setja upp allt jólaskrautið fyrir hver jól en allt er komið á sinn stað á fyrsta í aðventu. En hvar hafa þau fengið allt jólaskrautið? „Ég kom með eitthvað, hann átti eitthvað og svo af nytjamörkuðum og svona, við höfum verið dugleg í því,“ segir Erla Vigdís og Jónatan bætir við. „Mikið af þessu hefur verið bilað og ég hef þá bara gert við það og svo er fólk að koma með skraut, það hangir kannski á hurðarhúninum þegar við komum heim, það er kannski eitthvað gamalt jóladót, sem fólk vill gefa okkur.“ Hjónin segja barnabörnin sín og aðra gesti, sem koma inn á heimilið oft verða agndofa þegar það sér jólahúsið og allt skrautið upp um alla veggi og í öllum hillum. Allar hillur og skúmaskot í húsinu eru fullar af jólaskrauti.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við erum mjög ánægð með þetta. Á meðan við höfum gaman af þessu þá er þetta í lagi, maður þarf að vera dálítið skrýtin líka, já léttgeggjaður, við erum það,“ segja þau og skellihlæja. „Þetta gefur okkur alveg helling, það er gaman að fá krakkana í heimsókn og skoða og svo er fólk að koma hérna mikið í götuna, keyra fram hjá og skoða utandyra og vilja jafnvel fá að komast inn og skoða, það fær það yfirleitt. Við læstum ekkert, fólk er velkomið,“ segir Erla Vigdís. Hreyfanlegu brúðurnar upp í einum glugganum í Litla Garðshorni eins og húsið heitir, vekja alltaf mikla lukku og þá er gaman að sjá þegar Jónatan klappar saman höndunum inni, þá hljómar lag og það snjóar inn í einu húsinu, ótrúlegt en dagsatt. Húsið, sem heitir Litla Garðshorn stendur við Gauksstaðaveg 2 í Garðinum í Suðurnesjabæ.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Suðurnesjabær Jól Skreytum hús Jólaskraut Jólasveinar Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira