Innlent

Köttur gleypti nál og tvinna

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Á myndinni er köttunni Guðbjartur og röntgenmynd af nálinni.
Á myndinni er köttunni Guðbjartur og röntgenmynd af nálinni. Facebook/Gæludýraklíníkin

Mjóu mátti muna þegar kötturinn Guðbjartur gleypti óvart nál og tvinna í vikunni. Nálin hafði skorist í gegnum tungu og mjúkan góminn áður en Guðbjarti tókst að ýta nálinni niður að húð undir tungu.

Frá þessu er greint á Facebook síðu Gæludýraklíníkurinnar en þar er sýnt frá mögnuðum myndum sem náðust með röntgenmyndatöku af kettinum.

„Guðbjartur ætlar að vera öðrum víti til varnaðar og minna alla gæludýraeigendur á að passa uppá að dýrin komist hvergi nálægt beittum og oddhvössum hlutum,“ segir í færslunni sem má sjá hér að neðan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.