Innlent

Egill Skúli Ingi­bergs­son er fallinn frá

Atli Ísleifsson skrifar
Egill Skúli Ingibergsson var borgarstjóri Reykjavíkur í tíð vinstristjórnarinnar 1978 til 1982.
Egill Skúli Ingibergsson var borgarstjóri Reykjavíkur í tíð vinstristjórnarinnar 1978 til 1982. Verkís

Egill Skúli Ingibergsson, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík og rafmagnsverkfræðingur, er látinn, 95 ára að aldri. Hann var ráðinn borgarstjóri Reykjavíkur árið 1978 eftir að vinstriflokkar mynduðu meirihluta í borginni og gegndi hann stöðunni til 1982.

Greint er frá andláti Egils Skúla í Morgunblaðinu í dag, en hann lést á líknardeild Landspítalans í fyrrinótt.

Egill Skúli ólst upp í Vestmannaeyjum en fluttist til Reykjavíkur átján ára gamall til að stunda þar frekara nám. Hann lauk verkfræðigráðu frá Háskóla Íslands og meistaragráðu frá DTH í Kaupmannahöfn árið 1954.

Hann starfaði hjá Orkumálastofnun en stofnaði svo verkfræðistofuna Rafteikningu ásamt Guðmundi Jónssyni árið 1964. Fjórum árum síðar hóf hann störf hjá Landsvirkjun og starfaði þar til ársins 1975 þegar hann sneri aftur til Rafteikningar.

Egill Skúli var svo ráðinn borgarstjóri árið 1978 og sneri að borgarstjóratíð sinni aftur til Rafteikningar.

Eiginkona Egils Skúla, Ólöf Elín Davíðsdóttir, lést árið 2019, en þau eignuðust fjögur börn, auk fjölda barnabarna og barnabarnabarna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×