Innlent

Snarpir skjálftar við Fagra­dals­fjall og sá stærsti 4,9 stig

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Geldingadalir í Fagradalsfjalli.
Geldingadalir í Fagradalsfjalli. Vísir/Vilhelm

Þrír snarpir jarðskjálftar fundust vel á höfuðborgarsvæðinu upp úr klukkan 9 í morgun. Sá stærsti varð klukkan 9.23 og mældist 4,9 að stærð. Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna skjálftanna.

Mikil skjálftavirkni hefur verið við Fagradalsfjall frá því um kvöldmatarleytið í gærkvöldi og að minnsta kosti 21 skjálfti verið yfir 3 að stærð. 

Í athugasemdum frá jarðvísindamanni, sem birtust á vef Veðurstofu Íslands klukkan 9.48 segir að 1.400 skjjálftar hafi mælst í hrinunni enn sem komið er.

Næst stærstu skjálftarnir í hrinunni voru 4,2 og 4,1 stig en þeir urðu klukkan 4.24 í nótt og klukkan 9.13 í morgun.

Litakóði vegna flugs hefur verið færður í appelsínugulan og óvissustigi lýst yfir af hálfu almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Veðurstofa Íslands

Tengdar fréttir

Óvissustig vegna skjálftanna við Fagradalsfjall

Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum lýsir yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu við Fagradalsfjall. Hrinan hófst í gær og stendur enn yfir.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×