Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Telma Tómasson les fréttir klukkan hálf sjö.
Telma Tómasson les fréttir klukkan hálf sjö. Stöð 2

Hertar sóttvarnaaðgerðir taka gildi á miðnætti annað kvöld og gilda í þrjár vikur. Aldrei hafa fleiri greinst á einum sólarhring en í gær.

Forsætisráðherra segir í athugun að endurskoða reglur á landamærunum um miðjan janúar. Fjallað verður ítarlega um nýjar reglur í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Við verðum einnig í beinni útsendingu með tónlistarfólki sem þarf að aflýsa jólatónleikahaldi í ljósi stöðunnar auk þess sem við förum yfir mögulega þróun á faraldrinum. Prófessor í líftölfræði segir að í lok vikunnar gætu um sex hundruð verið farnir að greinast á dag.

Þá fylgjumst við með fagnaðarfundum sem urðu á Keflavíkurflugvelli í morgunn þegar afganskar fjölskyldur sameinuðust eftir margra mánaða aðskilnað. Móðir hitti barn sitt í fyrsta sinn í fjóra mánuði og faðir hitti son sinn í fyrsta skipti frá því að hann fæddist.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30. Kvöldfréttirnar eru í lokaðri dagskrá en áskrifendur geta horft á þær hér á stod2.is. Einnig er hægt að hlusta á fréttirnar á Bylgjunni hér í spilaranum fyrir ofan.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.