Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Telma Tómasson les fréttir klukkan hálf sjö.
Telma Tómasson les fréttir klukkan hálf sjö. Stöð 2

Tuttugu manna samkomubann og seinkun á skólastarfi er meðal þess sem sóttvarnalæknir leggur til í minnisblaði sínu. Enn eitt metið var slegið í fjölda smitaðra í gær og tæplega þúsund hafa greinst smitaðir síðustu fimm daga. Sóttvarnarlæknir segir ómíkron haga sér eins og ný veira. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Við verðum einnig í beinni útsendingu frá miðbænum þar sem fólk úr veitinga- og tónlistarbransanum hefur miklar áhyggjur af komandi tímum og heyrum í ferðamönnum sem ætla að verja hátíðunum hér á landi.

Þá verður rætt við fjölfatlaðan 45 ára gamlan karlmann sem er fastur á elliheimili þar sem hann fær ekki heimaþjónustu. Hann missir plássið eftir nokkrar vikur og veit ekki hvað tekur við.

Einnig verðum við í beinni útsendingu frá samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð þar sem umfangsmikilli leit af Almari Yngva Garðarssyni er stjórnað auk þess sem við heyrum um óhefðbundið jólahald hjá íslenskri fjölskyldu í Afríku og skoðum eina vinsælustu jólagjöfina í ár.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30. Kvöldfréttirnar eru í lokaðri dagskrá en áskrifendur geta horft á þær hér á stod2.is. Einnig er hægt að hlusta á fréttirnar á Bylgjunni hér í spilaranum fyrir ofan.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.