Innlent

Nærri helmingur fólks óánægður með að endurtalningin hafi verið látin ráða

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Alþingi staðfesti kjörbréf samkvæmt endurtalningunni í Norðvesturkjördæmi.
Alþingi staðfesti kjörbréf samkvæmt endurtalningunni í Norðvesturkjördæmi. Vísir/Vilhelm

Fjörtíu og sex prósent fólks á kosningaaldri eru óánægð með að endurtalningin í Norðvesturkjördæmi hafi verið látin standa, ef marka má niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Prósents.

Frá þessu greinir Fréttablaðið.

Sjötíu prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins og 52 prósent kjósenda Framsóknarflokksins segjast ánægðir með ákvörðunina en óánægjan er meiri meðal kjósenda annarra flokka. Þannig eru yfir 80 prósent kjósenda Sósíalistaflokksins og Pírata óánægðir með ákvörðunina og 70 prósent kjósenda Samfylkingarinnar.

Lítill munur er á afstöðu milli kynja en fólk á aldrinum 25 til 44 er óánægðast.

„Þetta endurspeglar auðvitað það að atburðirnir sem áttu sér stað í norðvestri voru alvarlegir og meiriháttar klúður,“ hefur Fréttablaðið eftir Eiríki Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. „Þeir hafa örugglega orðið til þess að rýra traust á kosningafyrirkomulaginu upp að einhverju marki, þótt það traust sé líklega ekkert horfið.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×