Sterk systkini á Selfossi sem æfa þrjá tíma á dag Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. desember 2021 20:15 Sterku systkinin á Selfossi, Bjarki Breiðfjörð, sem er 18 ára og Bergrós, sem er 14 ára. Þau eru með frábæra líkamsræktaraðstöðu í bílskúrnum heima hjá sér á Selfossi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þau kalla ekki allt ömmu sína systkinin á Selfossi þegar kemur að kröftum því þau hafa breytt bílskúrnum heima hjá sér í kraftlyftingaskúr. Hann, sem er 18 ára er nýkrýndur Norðurlandameistari í Ólympískum lyftingum og hún, sem er 14 ára hreppti silfrið í sínum flokki. Systkinin æfa að meðaltali í þrjá klukkutíma á dag. Herbergin hjá systkinunum Bjarka Breiðfjörð Björnssyni og Bergrósu systur hans eru full af verðlaunapeningum og bikurum fyrir keppni í mótorkrossi og í lyftingum. Systkinin æfa sig mikið saman inn í bílskúr heima hjá sér í Sílatjörninni á Selfossi þar sem þau hafa komið upp flottri aðstöðu. Bæði kepptu þau nýlega á Norðurlandameistaramót unglinga og ungmenna, undir 17 ára og undir 20 ára í Ólympískum lyftingum í Noregi. Bjarki varð Norðurlandameistari í flokki undir 20 ára en hann keppti fyrir hönd Ungmennafélags Selfoss og Bergrós, sem keppti líka undir merki félagsins gerði sér lítið fyrir og varð í öðru sæti í mínus 71 kílóa flokki kvenna en hún var langyngsti keppandi mótsins og var að berjast við 16 og 17 ára stelpur. Úlfhildur Unnarsdóttir varð Norðurlandameistari í þeim flokki. Aðrir Íslendingar, sem kepptu á mótinu náðu líka mjög góðum árangri. En hvað er skemmtilegast við Ólympískar lyfingar? „Bara bætingarnar, sjá bætingar á hverri æfingu. Líka félagsskapurinn í kringum þetta allt, sem er mjög góður. Það er mjög þægilegt að hafa svona flotta aðstöðu í bílskúrnu því það er svo gott að geta æft heima líka þegar það er vont veður úti og við nennum ekki út úr húsinu,“ segir Bjarki og Bergrós bætir við. „Það koma líka til vegna Covid, þegar líkamsræktarstöðvarnar voru lokaðar, þá var hægt að æfa hérna heima alla daga." Það er oft tekið á því í bílskúrnum í Sílatjörninni á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Systkinin segja að áhugi á Ólympískum lyftingum sé alltaf að aukast og aukast enda sé þetta frábær íþróttagrein. „Já, já, viði ætlum okkur langt í lyftingunum, við erum að æfa um þrjá tíma á dag,“ segir Bergrós. En er mikil keppni á milli þeirra? „Nei, engin keppni því ég er miklu betri en hún,“ segir Bjarki og hlær. „Nei, nei, hann er náttúrulega strákur og eldri, þannig að við getum ekkert verið að metast á í þessu,“ segir Bergrós hlægjandi. Systkinin hafa unnið til fjölda verðlauna síðustu ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Lyftingar Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Fleiri fréttir Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Sjá meira
Herbergin hjá systkinunum Bjarka Breiðfjörð Björnssyni og Bergrósu systur hans eru full af verðlaunapeningum og bikurum fyrir keppni í mótorkrossi og í lyftingum. Systkinin æfa sig mikið saman inn í bílskúr heima hjá sér í Sílatjörninni á Selfossi þar sem þau hafa komið upp flottri aðstöðu. Bæði kepptu þau nýlega á Norðurlandameistaramót unglinga og ungmenna, undir 17 ára og undir 20 ára í Ólympískum lyftingum í Noregi. Bjarki varð Norðurlandameistari í flokki undir 20 ára en hann keppti fyrir hönd Ungmennafélags Selfoss og Bergrós, sem keppti líka undir merki félagsins gerði sér lítið fyrir og varð í öðru sæti í mínus 71 kílóa flokki kvenna en hún var langyngsti keppandi mótsins og var að berjast við 16 og 17 ára stelpur. Úlfhildur Unnarsdóttir varð Norðurlandameistari í þeim flokki. Aðrir Íslendingar, sem kepptu á mótinu náðu líka mjög góðum árangri. En hvað er skemmtilegast við Ólympískar lyfingar? „Bara bætingarnar, sjá bætingar á hverri æfingu. Líka félagsskapurinn í kringum þetta allt, sem er mjög góður. Það er mjög þægilegt að hafa svona flotta aðstöðu í bílskúrnu því það er svo gott að geta æft heima líka þegar það er vont veður úti og við nennum ekki út úr húsinu,“ segir Bjarki og Bergrós bætir við. „Það koma líka til vegna Covid, þegar líkamsræktarstöðvarnar voru lokaðar, þá var hægt að æfa hérna heima alla daga." Það er oft tekið á því í bílskúrnum í Sílatjörninni á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Systkinin segja að áhugi á Ólympískum lyftingum sé alltaf að aukast og aukast enda sé þetta frábær íþróttagrein. „Já, já, viði ætlum okkur langt í lyftingunum, við erum að æfa um þrjá tíma á dag,“ segir Bergrós. En er mikil keppni á milli þeirra? „Nei, engin keppni því ég er miklu betri en hún,“ segir Bjarki og hlær. „Nei, nei, hann er náttúrulega strákur og eldri, þannig að við getum ekkert verið að metast á í þessu,“ segir Bergrós hlægjandi. Systkinin hafa unnið til fjölda verðlauna síðustu ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Lyftingar Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Fleiri fréttir Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Sjá meira