Lífið

Risa­fyrir­tækin og jóla­aug­lýsingarnar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jólaauglýsingarnar slá alltaf í gegn. 
Jólaauglýsingarnar slá alltaf í gegn. 

Stórfyrirtæki um heim allan leggja töluvert upp úr því að gefa út og framleiða jólaauglýsingar.

Í raun komast margir í jólaskap þegar þeir sjá umræddar jólaauglýsingar og sem dæmi er jólaauglýsing verslunarkeðjunnar John Lewis Í Bretlandi fyrirboði jólanna þar í landi.

Lífið hefur tekið saman nokkrar athyglisverðar jólaauglýsingar frá fyrirtækjum sem slegið hafa í gegn um heim allan.

John Lewis auglýsingin kom út á dögunum og er hún tilfinningaþrungin eins og vanalega.

TK Maxx er tískuvöruverslun sem selur merkjavörur á lægra verði en gengur og gerist. Jólaauglýsing þeirra hefur vakið athygli sex ár í röð.

Matvöruverslunarkeðjan Aldi gaf ekkert eftir í jólaauglýsingunni í ár.

Keðjan Marks & Spencer framleiddi hressa og skemmtilega jólaauglýsingu.

Stórmarkaðurinn House of Fraser lagði allt í sölurnar í jólaauglýsinguna í ár.

Apótekkeðjan Boots sendir frá sér hugljúfa auglýsingu fyrir þessi jól.

Argos er verslunarkeðja sem gaf út á dögunum glænýja auglýsingu fyrir jólin. 

Forsvarsmenn fatamerkisins Barbour vildi ekki missa af í auglýsingaherferðinni fyrir jól. 

Stórverslunarkeðjan Lidl gaf út stórskemmtilega jólaauglýsingu.

Coca-Cola hefur í áraraðir lagt mikið upp úr auglýsingum og þá sérstaklega um jólin.

McDonald’s í Bretlandi sendi frá sér tilfinningaþrungna jólaauglýsingu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.